Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:31 Bjarni talaði á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna. Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna.
Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira