Forsætisráðherra segir leka úr stjórnsýslunni um persónulega hagi fólks algenga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. janúar 2015 13:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær að það væri óvenjulegt hversu stórt lekamálið í raun varð af þeim sökum að lekar um persónulega hagi fólks séu í raun mjög algengir í íslenskri stjórnsýslu. Sigmundur var gestur Kryddsíldarinnar ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og formönnum þeirra flokka sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Sigmundur var spurður út í Lekamálið og hvort hann teldi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði átt að bregðast öðruvísi við. „Menn eru náttúrulega að velta upp ýmsum hliðum á þessu máli og þetta er orðið mjög stórt mál í umræðunni. En það er töluvert öðruvísi oft að skoða mál í fortíðinni þegar hægt er að líta yfir allt sviðið heldur en að meta þau jafnóðum,“ svaraði Sigmundur áður en hann lét eftirfarandi orð falla: „Það er ekki óalgengt að það séu lekar úr ráðuneytum eða stofnunum, það er í raun og veru bara mjög algengt á Íslandi og oft lekar um mál sem varða persónulega hagi fólks. Það hefur aldrei áður orðið að máli eins og þessu. Þess vegna hefur ráðherrann ekki séð það fyrir hversu stórt mál þetta yrði.“ Sagðist hann gefa sér að Hanna Birna hefði brugðist öðruvísi við hefði hún getað séð fyrir hvernig málið myndi þróast. Þingmenn stjórnarandstöðunnar urðu forviða vegna ummælanna. „Eru lekar um persónulega hagi fólks algengir?“ spurði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar, en því svaraði Sigmundur að sérstakir lekamenn hefðu stundað leka fyrir fyrri ríkisstjórn. Brotið má sjá hér að ofan. Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, sagði í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær að það væri óvenjulegt hversu stórt lekamálið í raun varð af þeim sökum að lekar um persónulega hagi fólks séu í raun mjög algengir í íslenskri stjórnsýslu. Sigmundur var gestur Kryddsíldarinnar ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, og formönnum þeirra flokka sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Sigmundur var spurður út í Lekamálið og hvort hann teldi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefði átt að bregðast öðruvísi við. „Menn eru náttúrulega að velta upp ýmsum hliðum á þessu máli og þetta er orðið mjög stórt mál í umræðunni. En það er töluvert öðruvísi oft að skoða mál í fortíðinni þegar hægt er að líta yfir allt sviðið heldur en að meta þau jafnóðum,“ svaraði Sigmundur áður en hann lét eftirfarandi orð falla: „Það er ekki óalgengt að það séu lekar úr ráðuneytum eða stofnunum, það er í raun og veru bara mjög algengt á Íslandi og oft lekar um mál sem varða persónulega hagi fólks. Það hefur aldrei áður orðið að máli eins og þessu. Þess vegna hefur ráðherrann ekki séð það fyrir hversu stórt mál þetta yrði.“ Sagðist hann gefa sér að Hanna Birna hefði brugðist öðruvísi við hefði hún getað séð fyrir hvernig málið myndi þróast. Þingmenn stjórnarandstöðunnar urðu forviða vegna ummælanna. „Eru lekar um persónulega hagi fólks algengir?“ spurði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar, en því svaraði Sigmundur að sérstakir lekamenn hefðu stundað leka fyrir fyrri ríkisstjórn. Brotið má sjá hér að ofan.
Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira