Einn sem stendur undir millinafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2015 07:00 Wayne Rooney. Vísir/Getty Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Allflestir knattspyrnu-unnendur þekkja Wayne Rooney mætavel. Færri vita að hann heitir fullu nafni Wayne Mark Rooney og óhætt að fullyrða að hann standi svo sannarlega undir (milli)nafni. Ferill Rooneys er glæsilegur eins og kemur fram hér á síðunni. Hann varð yngsti leikmaður og markaskorari bæði Everton, þar sem hann hóf ferilinn, og enska landsliðsins. Hann varð svo dýrasti táningur sögunnar þegar Manchester United keypti hann á 25,6 milljónir punda. Mörgum þótti glapræði á sínum tíma að greiða svo mikið fyrir átján ára pilt en margsinnis hefur komið í ljós að United gerði kjarakaup. Það væri of mikið verk að tíunda öll afrek Waynes Rooney í þessum fáu línum. Hann hefur notið mikillar velgengni, innan vallar sem utan, en einnig komið sér í klandur fyrir misgáfuleg uppátæki í einkalífi sínu. Þá setti hann allt á annan endann þegar hann fór fram á að verða seldur frá Manchester United árið 2010. Hann viðurkenndi síðar að það hafi verið stærstu mistök ferils síns. Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag og stendur því á tímamótum í lífi sínu. Það má gera ráð fyrir að hann óski sér helst sigurs á grönnunum í Manchester City í borgarslag liðanna á morgun en í húfi er mögulega toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill og ef til vill viðeigandi að rifja upp sögu úr æsku Rooneys. Þegar hann var tíu ára fékk hann að vera lukkutröll Everton í borgarslag gegn Liverpool og ganga með sínum mönnum út á völl. Meðal fríðindanna sem fylgdu því hlutverki var að fá að skjóta á markvörð Everton í upphitun. Hinn íturvaxni og skrautlegi Neville Southall var þá markvörður Everton. Rooney fór þó illa með gamla manninn og í stað þess að skjóta á hann vippaði sá stutti boltanum yfir Southall hvað eftir annað og í markið. „Þetta fór í taugarnar á Big Nev,“ rifjaði Dave Watson, sem var fyrirliði Everton í leiknum, síðar upp í viðtali við enska miðla. „Neville var yfirleitt ekkert að skafa utan af hlutunum og lét strákinn hafa það óþvegið.“ Wayne Mark hefur síðan þá ekki hætt að hrella markverði og er ekki útlit fyrir að hann láti af þeirri iðju á næstu árum.Vísir/GettyFerill Wayne Rooney:Árið 200217. ágúst Spilaði sinn fyrsta leik með Everton.2. október Skoraði sitt fyrsta mark í 3-0 sigri á Wrexham í enska deildarbikarnum og varð yngsti markaskorari Everton frá upphafi.19. október Yngsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar er hann tryggði Everton 2-1 sigur á Arsenal með draumamarki.Árið 200312. febrúar Frumraun með enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Ástralíu. Varð yngsti landsliðsmaður Englands.6. september Skoraði gegn Makedóníu og varð yngsti markaskorari Englands frá upphafi.Árið 2004Ágúst Samdi við Manchester United sem greiddi metupphæð fyrir táning.Árið 200821. maí Vann Meistaradeild Evrópu með Manchester United eftir sigur á Chelsea, 6-5, í vítaspyrnukeppni.Árið 201025. apríl Valinn leikmaður ársins af leikmönnum. Skoraði 34 mörk það tímabilið.Árið 201112. febrúar Tryggði United sigur gegn City í Manchester-slagnum með hjólhestaspyrnu á 78. mínútu.Árið 2014Ágúst Gerður að fyrirliða Manchester United eftir að hafa spilað í áratug með félaginu. Gerður að landsliðsfyrirliða í sama mánuði.Árið 20158. september Skoraði sitt 50. landsliðsmark og varð markahæsti leikmaður Englands frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira