Garðar Jóhannsson hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis næstu þrjú árin, en félagið tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun.
Reynir Leósson hafði aðstoðað Ásmund Arnarson og nú síðast Hermann Hreiðarsson undanfarin ár, en Reynir tók við HK á dögunum. Garðar aðstoðar því Hermann á næstu leiktíð.
Garðar mun einnig spila með Fylki, en Albert Brynjar Ingason er nánast eini framherji Fylkis sem eftir er. Hákon Ingi Jónsson fylgdi Reyni í HK á dögunum.
Þessi 35 ára gamli Stjörnumaður hefur verið mikið meiddur síðustu tvö tímabil. Hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni á dramatískan hátt árið 2014, en spilaði þó lítið vegna meiðsla sinna.
Fyklir endaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð með 29 stig, en tímabil voru mikil vonbrigði hjá Fylkismönnum.
Garðar Jó ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
