Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 12:22 Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum. Vísir/Pjetur Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson. Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira