Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2015 17:00 Messi hefur gert 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. vísir/getty Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela Fótbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela
Fótbolti Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira