Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Mikið vatnstjón hefur orðið í göngunum. Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira