Freyr: Var nauðsynlegt að fá leikinn gegn Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 15:30 Freyr ásamt aðstoðarmanni sínum, Ásmundi Haraldssyni. vísir/pjetur Ísland hefur leik í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar íslensku stelpurnar taka á móti Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir tilfinninguna fyrir leiknum góða. „Hún er rosalega góð. Það er mikill og góður andi í hópnum, einbeiting á að ná góðum árangri og gera liðið betra og þegar þú ert í þannig umhverfi líður þér vel,“ sagði Freyr sem er að fara inn í sína aðra undankeppni með landsliðið. Hann segir að það hafi verið mikilvægt að fá æfingaleikinn við Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku en íslensku stelpurnar unnu hann með fjórum mörkum gegn einu.Ísland vann Slóvakíu í „general-prufunni“ fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.vísir/antonFljótar að laga litlu atriðin „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn,“ sagði Freyr. „Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra. „Þetta var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ bætti Freyr við. Hvíta-Rússland er í 49. sæti heimslista FIFA, tveimur sætum á eftir Slóvakíu, en Freyr segir þessi austantjaldslið vera áþekk að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts.Rakel Hönnudóttir var prófuð í stöðu hægri bakvarðar gegn Slóvakíu.vísir/antonHægri bakvarðarstaðan spurningarmerki Freyr gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska byrjunarliðinu frá leiknum gegn Slóvakíu. „Það eru margir leikmenn sem gera tilkall til að vera í byrjunarliðinu en ég er með nokkuð skýra mynd af því sem ég ætla að gera í þessum leik,“ sagði Freyr sem prófaði nýja leikmenn í stöðu hægri bakvarðar í Slóvakíuleiknum, en Rakel Hönnudóttir spilaði fyrri hálfleikinn í þessari stöðu og Glódís Perla Viggósdóttir þann seinni. „Ég er að skoða leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Freyr sem er þá aðallega að hugsa um sóknarleikinn. „Í þessum leikjum þar sem við erum meira með boltann þurfum við að vera með góða sóknarógn frá bakvörðunum okkar. Rakel og Glódís geta báðar leyst þessa stöðu; þótt Glódís sé miðvörður er hún bara með svo góða tækni og góðar sendingar og þótt Rakel sé að upplagi kantmaður er hún mikill íþróttamaður og getur leyst ýmsar stöður.“ Það var fámennt á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þegar íslensku stelpurnar mættu Slóvakíu en Freyr vonast eftir betri mætingu í kvöld. „Ég vona það. Mér finnst þessar stelpur og þetta lið eiga það skilið. Við ætlum að leggja allt í þetta og spila góðan leik,“ sagði Freyr en Tólfan og fleiri stuðningsmannasveitir hafa þegar boðað komu sína á leikinn í kvöld.Margrét Lára leikur sinn 100. landsleik í kvöld.vísir/antonÓtrúlega stór áfangi Margrét Lára Viðarsdóttir verður í kvöld fimmta íslenska landsliðskonan til að komast í 100 landsleikja klúbbinn. Freyr segir þetta mikið afrek hjá markadrottningunni frá Vestmannaeyjum. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100 landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Margrét er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana,“ sagði Freyr að endingu. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2017 í kvöld þegar íslensku stelpurnar taka á móti Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir tilfinninguna fyrir leiknum góða. „Hún er rosalega góð. Það er mikill og góður andi í hópnum, einbeiting á að ná góðum árangri og gera liðið betra og þegar þú ert í þannig umhverfi líður þér vel,“ sagði Freyr sem er að fara inn í sína aðra undankeppni með landsliðið. Hann segir að það hafi verið mikilvægt að fá æfingaleikinn við Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku en íslensku stelpurnar unnu hann með fjórum mörkum gegn einu.Ísland vann Slóvakíu í „general-prufunni“ fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi.vísir/antonFljótar að laga litlu atriðin „Við fengum svör varðandi það þegar við erum meira með boltann og töpum honum, þá þurfum við passa okkur á að falla ekki of aftarlega á völlinn,“ sagði Freyr. „Það var stórt tæknilegt atriði sem mátti vera betra gegn Slóvakíu. Að sama skapi voru ýmis tæknileg atriði í uppspili sem voru mjög góð og svo voru einföld tæknileg atriði sem við gátum lagað á myndbandsfundi daginn eftir. Stundum er það þannig að maður þarf að reka sig á þessu litlu atriði, sýna þau, tala um þau og strax á næstu æfingu var þetta miklu betra. „Þetta var nauðsynlegt, ég hefði ekki viljað byrja undankeppnina án þess að fá þennan æfingaleik,“ bætti Freyr við. Hvíta-Rússland er í 49. sæti heimslista FIFA, tveimur sætum á eftir Slóvakíu, en Freyr segir þessi austantjaldslið vera áþekk að getu. „Slóvakíska liðið er mögulega aðeins betra í sókninni en það er veikara í vörninni því skipulagið hjá Hvít-Rússum er gott og þær eru greinilega með góðan þjálfara,“ sagði Freyr, en að hans sögn hefur hvítrússneska liðið verið í sókn á undanförnum árum. Hvít-Rússar fengu þó aðeins sex stig í tíu leikjum í undankeppni HM 2015 og hafa aldrei komist í lokakeppni stórmóts.Rakel Hönnudóttir var prófuð í stöðu hægri bakvarðar gegn Slóvakíu.vísir/antonHægri bakvarðarstaðan spurningarmerki Freyr gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á íslenska byrjunarliðinu frá leiknum gegn Slóvakíu. „Það eru margir leikmenn sem gera tilkall til að vera í byrjunarliðinu en ég er með nokkuð skýra mynd af því sem ég ætla að gera í þessum leik,“ sagði Freyr sem prófaði nýja leikmenn í stöðu hægri bakvarðar í Slóvakíuleiknum, en Rakel Hönnudóttir spilaði fyrri hálfleikinn í þessari stöðu og Glódís Perla Viggósdóttir þann seinni. „Ég er að skoða leikmenn í þessa stöðu,“ sagði Freyr sem er þá aðallega að hugsa um sóknarleikinn. „Í þessum leikjum þar sem við erum meira með boltann þurfum við að vera með góða sóknarógn frá bakvörðunum okkar. Rakel og Glódís geta báðar leyst þessa stöðu; þótt Glódís sé miðvörður er hún bara með svo góða tækni og góðar sendingar og þótt Rakel sé að upplagi kantmaður er hún mikill íþróttamaður og getur leyst ýmsar stöður.“ Það var fámennt á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn þegar íslensku stelpurnar mættu Slóvakíu en Freyr vonast eftir betri mætingu í kvöld. „Ég vona það. Mér finnst þessar stelpur og þetta lið eiga það skilið. Við ætlum að leggja allt í þetta og spila góðan leik,“ sagði Freyr en Tólfan og fleiri stuðningsmannasveitir hafa þegar boðað komu sína á leikinn í kvöld.Margrét Lára leikur sinn 100. landsleik í kvöld.vísir/antonÓtrúlega stór áfangi Margrét Lára Viðarsdóttir verður í kvöld fimmta íslenska landsliðskonan til að komast í 100 landsleikja klúbbinn. Freyr segir þetta mikið afrek hjá markadrottningunni frá Vestmannaeyjum. „Þetta er ótrúlega stór áfangi þegar maður hugsar út í það,“ sagði Freyr en leikirnir hjá Margréti hefðu getað verið enn fleiri en hún hefur misst talsvert út vegna þrálátra meiðsla og barneigna. „Það er ótrúlega gott fyrir knattspyrnukonu að ná 100 landsleikjum og sýnir að ferilinn hjá þeim er að lengjast. Margrét er í góðu standi núna og ég samgleðst henni og hennar fjölskyldu. Þetta verður stór stund fyrir hana,“ sagði Freyr að endingu.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira