Erlent

Boehner verður áfram forseti fulltrúadeildarinnar

John Boehner.
John Boehner. Vísir/AFP
John Boehner verður áfram forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir kosningu í nótt. Repúblikanar ráða nú báðum deildum þingsins en það hafa þeir ekki gert í átta ár.

Í nótt var forseti fulltrúadeildarinnar kjörinn og var fastlega búist við því að Repúblikaninnn Boehner myndi endurnýja umboð sitt. Hann fékk þó mótframboð frá fulltrúa hægri sinnaðri afla innan flokksins og því þurfti að kjósa um embættið.

Boehner fór með sigur af hólmi en þó fékk hann 25 atkvæði greidd gegn sér af eigin flokksmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×