Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 19:00 Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi. Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi.
Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47