Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 19:00 Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi. Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi.
Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47