Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 19:00 Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi. Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi.
Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47