Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 18:45 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent