Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 18:45 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22