Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 18:45 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels