Innlent

Hvorki Sigríður Björk né Gísli Freyr hafa sent Persónuvernd tölvupóstinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk.
Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk. Vísir
Hvorki Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, né Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hafa orðið við beiðni Persónuverndar um að afhenda tölvupóst sem Sigríður Björk, þá lögreglustjóri á Suðurnesjunum, sendi Gísla þann 20. nóvember árið 2013 og innihélt greinagerð um hælisleitandann Tony Omos.

Það er Kjarninn sem greinir frá en þar kemur fram að umræddur póstur finnist hvorki í innanríkisráðuneytinu né hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Það var í nóvember sem Persónuvernd óskaði eftir skýringum á sendingu Sigríðar Bjarkar á greinagerðinni um Tony Omos til Gísla Freys. Kjarninn segir að þegar þau svör fengust frá ráðuneytinu og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjunum að umræddur tölvupóstur hefði ekki fundist þá óskaði Persónuvernd eftir því að Sigríður Björk og Gísli Freyr myndu afhenda þennan póst. Frestur Sigríðar Bjarkar rann út í dag en frestur Gísla rennur út á morgun.

Kjarninn segir þennan póst vera lykilgagn í rannsókn Persónuverndar í samskiptum Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys vegna lekamálsins. Ef pósturinn finnst og Persónuvernd fær hann afhentann þá staðfestir það að Sigríður Björk sendi Gísla Frey greinagerðina daginn eftir að Gísli Freyr lak upplýsingum um Tony Omos í fjölmiðla.


Tengdar fréttir

Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar

Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu.

Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar

Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×