Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. Fréttablaðið/GVA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. Lekamálið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra.
Lekamálið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira