Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa fargað hundruðum tonna af innfluttum matvælum. Frosinn makríll gæti endað undir beltum jarðýtunnar. Nordicphotos/AFP „Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira