Reiknað með gerðardómi í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Ástráður Haraldsson, lögmaður samtakanna, rýna í dóm Hæstaréttar. vísir/gva Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira