Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. júlí 2015 10:00 Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira