Baða sig í heitri lind í Holuhrauni Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. júlí 2015 10:00 Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í Holuhrauni, skammt frá Svartá, hefur nýlega uppgötvast heitt vatn sem fólk er þegar byrjað að baða sig í. „Þetta er alveg stórkostlegt. Það er ekkert öðruvísi,“ segir Frímann Guðmundsson, skálavörður í Dreka í Dyngjufjöllum, sem skoðaði aðstæður í fyrradag.Hann segir að það megi frekar lýsa þessu sem á en læk. Þetta sé 30 sentimetra djúpt og nokkrir metrar á breidd. „Mér fannst alveg straumurinn í þessu vera það mikill að þú syndir ekki á móti því. Þetta eru örugglega yfir 1.000 sekúndulítrar,“ segir Frímann í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er langt og þó nokkuð mikið svæði,“ bætir hann við.Frá Dreka að hrauninu eru um fimmtán kílómetrar. En Frímann segir að þegar komið sé að hrauninu sé aðgengið að þeim stað þar sem heita vatnið er nokkuð þægilegt. „Það er farið niður fyrir hraunið að Svartá. Þar hafa landverðir merkt slóð inn á hraunið. Maður getur bara farið niður fyrir hraunið og gengið inn með því og þá eru þetta kannski 150 metrar,“ segir Frímann.Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að hraunið hafi runnið yfir lindarsvæði. Þarna sé verulegur hiti í hrauninu enda sé það 20 metra þykkt. „Lítill hluti þessa lindarvatns gufar upp en meiriparturinn af því hitnar dálítið og kemur fram sem þetta heita vatn. Þetta er búið að vera þarna í sumar en svo mun það hætta þegar hraunið kólnar,“ segir Magnús Tumi. Hann ítrekar að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þarna verði varanleg heit lind. „Alls ekki. Þetta er tímabundið,“ segir Magnús Tumi. Frímann tók nokkrar ljósmyndir þegar hann skoðaði aðstæður í fyrradag og fylgja þær þessari frétt. Hann segir að gróðurmyndun í vatninu virðist töluverð sem útskýrir litinn á myndinni hér til hægri.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira