Erlent

Allt er að fyllast af sorpi í Beirút

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi líbanski maður hendir rusli sínu í hrúgu á torgi í höfuðborginni, Beirút.
Þessi líbanski maður hendir rusli sínu í hrúgu á torgi í höfuðborginni, Beirút. nordicphotos/afp
Götur Beirút, höfuðborgar Líbanons, fyllast af rusli þessa dagana eftir að hópur umhverfis- og aðgerðasinna lokuðu vegum sem liggja að landfyllingu í bænum Naameh nærri Beirút. Lokun veganna gerir það að verkum að hvergi er hægt að flytja rusl frá Beirút.

Landfyllingarstarfseminni átti að ljúka sautjánda júlí en eftir að svo varð ekki ákváðu umhverfissinnar að taka málin í sínar hendur.

Ríkisstjórn Líbanons hefur ekkert gert enn svo ruslið hrannast upp á meðan íbúar úða skordýraeitri og lyktareyði á hrúgurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×