Erlent

Nairu konungur settur á stall

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Flutningar Verkamenn og hermenn flytja styttu af Nairu konungi í Ratchapakdi-almenningsgarðinn.
Flutningar Verkamenn og hermenn flytja styttu af Nairu konungi í Ratchapakdi-almenningsgarðinn. vísir/ap
 Taílenskir hermenn og verkamenn unnu þrekvirki þegar þeir fluttu gríðarstóra styttu af Narai Taílandskonungi frá verksmiðjunni sem annaðist smíðina yfir í Ratchapakdi-almenningsgarðinn í Hua Hin í gær.

Taílenski herinn er um þessar mundir að byggja almenningsgarðinn sem er tileinkaður taílensku konungsfjölskyldunni.

Narai var konungur í Ayutthaya-konungsveldinu árin 1656 til 1688 og er almennt talinn farsælasti konungur veldisins. Ayutthaya-veldið teygði sig yfir stóran hluta Suðaustur-Asíu og stóð frá 1351 til 1767.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×