32.000 manna fólksflutningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 VÍSIR „Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
„Við létum vita að við værum tilbúin að taka að lágmarki við 25 manns á ári þannig að þetta eru að lágmarki 50 kvótaflóttamenn á næstu tveimur árum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ísland mun taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum til að létta undir flóttamannastraumnum í suðurhluta Evrópu. Í samanburði við önnur ríki sem taka á móti kvótaflóttafólki er Ísland að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Frakkland, eða um 0,01 prósenti af mannfjölda í viðkomandi ríki. Undirbúningur á móttöku flóttafólksins er þegar hafinn í félagsmálaráðuneytinu. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að þeirri niðurstöðu á mánudaginn að taka ætti við um 32 þúsund flóttamönnum og mun Ísland taka við hluta þeirra. Ríki Evrópu byrja að taka á móti flóttamönnum í október,„Við höfum verið að vinna að því í nánu samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og munum halda áfram að gera það. Núna fram undan er það starf Flóttamannaráðs að undirbúa móttökuna,“ segir hún. Eygló segir ákvörðunina tekna með fyrirvara um samþykki Alþingis en hún er bjartsýn á að fjármögnun náist.Það eru að lokum sveitarfélög sem taka á móti flóttafólkinu og sjá til þess að það nái fótfestu hér á landi. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð um að það séu ákveðin sveitarfélög tilbúin að taka þátt. Það þarf þá að koma í ljós hvort það gangi ekki allt saman eftir hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lýst því yfir að þau hafi áhuga á að taka á móti kvótaflóttamönnum,“ segir Eygló sem býst við áframhaldandi og góðu samstarfi við Rauða krossinn um málið. Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins komust að samkomulagi á fundi sínum í Brussel á mánudaginn að taka við 32 þúsund flóttamönnum og koma þeim fyrir í álfunni. Fundur ráðherranna þótti þó ekki hafa heppnast nægilega vel. Upphaflega var áætlað að taka á móti 40 þúsund flóttamönnum en ekki náðist full samstaða um móttöku þeirra. Því munu nokkur Evrópuríki leggja sitt af mörkum en önnur sitja hjá. Fyrstu flóttamönnunum verður komið fyrir í október í ár. Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri flóttamannamála innan Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með niðurstöðuna en þó segir hann að ákvörðunin hafi verið stórt skref fram á við. Ákveðið var að þeir átta þúsund flóttamenn sem eftir eru hljóti móttöku í lok árs. Þjóðverjar taka á móti flestumÞýskaland og Frakkland taka á móti flestum flóttamönnum en Þýskaland mun taka við 12.100 manns og Frakkland 9.127. Danmörk, Bretland og Írland búa við undanþágur frá málefnum af þessum toga innan Evrópusambandsins en kusu þó að taka að einhverju leyti þátt. Bretland tekur á móti 2.200 manns, Danmörk tekur á móti 1.000 manns og Írland 1.120. Þrátt fyrir miklar skuldbindingar nokkurra ríkja var ekki full samstaða um móttöku flóttafólks.Ungverjaland og Austurríki lögðust meðal annars hart gegn samkomulaginu en hvorugt ríkið mun taka á móti flóttamönnum. Nokkur ríki utan Evrópusambandsins munu einnig taka við flóttamönnum en það eru Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noregur. Athygli vekur að Noregur ákvað að taka á móti 3.500 flóttamönnum, sem er hlutfallslega langmest miðað við önnur ríki. Ísland hlutfallslega öflugtÞá stendur Ísland sig nokkuð vel í þeim efnum en sá fjöldi sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum er hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að Ísland sé hátt skrifað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Það var ánægjulegt þegar við fengum heimsókn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem þau sögðu að hvernig við höfum tekið á móti kvótaflóttamönnum hefur verið til fyrirmyndar,“ segir hún. Eygló segist ekki vita hvenær hægt verði að taka á móti fólkinu en það muni skýrast í haust. Hóparnir sem þau horfa til eru einstæðar mæður, hinsegin fólk og fólk sem þarfnast aðhlynningar. „Við þurfum að gera okkar. Þarna er mikill vandi. Þetta er okkar framlag í að taka á þessari neyð en ég held að við vitum það öll að við leysum þetta ekki bara með þessum hætti heldur liggja lausnirnar í friði í viðkomandi löndum auk uppbyggingar. Þar kemur til annars konar þróunaraðstoð sem mun skipta verulega miklu máli.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira