Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Halldóra Jónsdóttir Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“ Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira