Margir vilja neita samkynja pörum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna um að samkynja pör ættu að fá að giftast í öllum fylkjum er umdeildur í Texas. vísir/epa Dómsmálaráðherra Texas, Ken Paxton, upplýsti opinbera starfsmenn fylkisins í gær um að ef starfsmennirnir neituðu samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli trúar sinnar myndi skrifstofa hans verða þeim úti um lögmann þeim til varnar að kostnaðarlausu. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynja para stangaðist á við stjórnarskrá ríkisins og urðu þær hjónavígslur með þeim úrskurði löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Paxton sagði að samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr meðal annars að trúfrelsi, væri í lagi að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Bætti hann því við að þeir starfsmenn sem það gerðu ættu hættu á lögsóknum og sektum. „Fjöldi lögfræðinga stendur þó á hliðarlínunni, tilbúinn til að aðstoða þá sem verja vilja trú sína, í mörgum tilfellum vilja þeir aðstoða skjólstæðingnum að kostnaðarlausu. Ég mun gera allt sem í valdi mínu stendur til að vera rödd þeirra sem standa vilja vörð um réttindi sín,“ sagði Paxton. Sakaði hann þá hæstarétt Bandaríkjanna um að hundsa anda stjórnarskrárinnar til að búa til réttindi sem væru ekki til. Vísar hann þar til úrskurðar hæstaréttar sem segir það rétt hvers og eins að fá að giftast. Ríkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum, Greg Abbott, tók undir orð Paxtons. „Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar mun loforði laganna um trúfrelsi einstaklinga verða ógnað af þeim sem vilja þagga niður í starfsmönnum sem vilja ekki, samvisku sinnar vegna, taka þátt í hjónavígslum sem stangast á við trú þeirra. Ríkisstjórinn bætti við: „Sem opinberir embættismenn ber okkur stjórnarskrárbundin skylda til að verja trúfrelsi og réttindi allra íbúa Texas.“ Fyrir helgi sagði talsmaður Bobby Jindal, ríkisstjóra Louisiana-fylkis og forsetaframbjóðendaefni repúblikana, að fylkið myndi neita því að vígja samkynja hjón þar til fylkið yrði neytt til þess. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Dómsmálaráðherra Texas, Ken Paxton, upplýsti opinbera starfsmenn fylkisins í gær um að ef starfsmennirnir neituðu samkynja pörum um hjónavígslu á grundvelli trúar sinnar myndi skrifstofa hans verða þeim úti um lögmann þeim til varnar að kostnaðarlausu. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynja para stangaðist á við stjórnarskrá ríkisins og urðu þær hjónavígslur með þeim úrskurði löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Paxton sagði að samkvæmt fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr meðal annars að trúfrelsi, væri í lagi að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Bætti hann því við að þeir starfsmenn sem það gerðu ættu hættu á lögsóknum og sektum. „Fjöldi lögfræðinga stendur þó á hliðarlínunni, tilbúinn til að aðstoða þá sem verja vilja trú sína, í mörgum tilfellum vilja þeir aðstoða skjólstæðingnum að kostnaðarlausu. Ég mun gera allt sem í valdi mínu stendur til að vera rödd þeirra sem standa vilja vörð um réttindi sín,“ sagði Paxton. Sakaði hann þá hæstarétt Bandaríkjanna um að hundsa anda stjórnarskrárinnar til að búa til réttindi sem væru ekki til. Vísar hann þar til úrskurðar hæstaréttar sem segir það rétt hvers og eins að fá að giftast. Ríkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum, Greg Abbott, tók undir orð Paxtons. „Í ljósi niðurstöðu hæstaréttar mun loforði laganna um trúfrelsi einstaklinga verða ógnað af þeim sem vilja þagga niður í starfsmönnum sem vilja ekki, samvisku sinnar vegna, taka þátt í hjónavígslum sem stangast á við trú þeirra. Ríkisstjórinn bætti við: „Sem opinberir embættismenn ber okkur stjórnarskrárbundin skylda til að verja trúfrelsi og réttindi allra íbúa Texas.“ Fyrir helgi sagði talsmaður Bobby Jindal, ríkisstjóra Louisiana-fylkis og forsetaframbjóðendaefni repúblikana, að fylkið myndi neita því að vígja samkynja hjón þar til fylkið yrði neytt til þess.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira