Blóðbað íslamska ríkisins Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Francois Hollande lofaði slökkviliðsmann sem náði að yfirbuga hryðjuverkamanninn í ávarpi sem hann flutti eftir atburði gærdagsins. Forsetinn yfirgaf leiðtogafund ESB-ríkjanna í gær og hélt til Parísar. Fréttablaðið/EPA Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira