Hundrað veikum ekki veitt undanþága Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, segir ástandið slæmt og meðferð krabbameinssjúkra hafi raskast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira