Loksins laus við hræðsluna Viktoría Hermannsdóttir skrifar 2. maí 2015 08:30 Hulda var lengi vel hrædd um að tala um reynslu sína innan safnaðarins vegna þess að henni hafði verið kennt þar að ræða ekki um þessa hluti. Það var stórt skref að stíga að byrja að tala um það sem hún upplifði þar. Fréttablaðið/Valli Það var erfitt skref þegar ég byrjaði að opna mig um þetta. Það var svo mikil skömm sem fylgdi því. Okkur var kennt að tala ekki um þetta og tjá ekki skoðanir okkar. En ég er hætt að vera hrædd,“ segir Hulda Fríða Berndsen sem tilheyrði til margra ára söfnuði Votta Jehóva. Þar segist hún hafa upplifað ýmislegt misjafnt, meðal annars valdníðslu og heilaþvott. Upphaflega gekk Hulda til liðs við söfnuðinn árið 1975 en þá hafði þáverandi eiginmaður hennar verið meðlimur um nokkurt skeið. Þau voru rekin úr söfnuðinum árið 1979 í kjölfar skilnaðar þeirra en hún byrjaði aftur árið 1986. „Ég sást í bíl með manni. Það var ekkert í gangi á milli mín og þessa manns en þeir héldu það. Í kjölfarið var ég rekin,“ útskýrir Hulda.Hart dæmd Undanfarin ár hefur hún unnið að því að gera upp fortíð sína. Meðal annars ásamt syni sínum, rithöfundinum Mikael Torfasyni, sem er að skrifa bók um æskuár sín og sögu foreldra sinna í eigin uppgjöri við fortíðina. Æskuár þar sem hann barðist við veikindi og vegna trúar foreldranna þurftu læknarnir líka að heyja baráttu við þau til þess að bjarga lífi hans. Við gerð bókarinnar tók Mikael viðtöl við móður sína. „Þetta var erfitt en gott. Það var gott að gera þetta upp,“ segir hún er hún tekur á móti blaðamanni á heimili sínu. Þeir sem þekkja Huldu vita að hún er lífleg og hress og hrókur alls fagnaðar. Undir niðri er þó brotin sjálfsmynd sem mótaðist af miklu leyti af erfiðri æsku. Eftir að hafa hrakist úr söfnuðinum í upphafi níunda áratugarins hóf Hulda nýtt líf. Foreldarnir ungu skiptu með sér forræði barnanna, faðirinn hafði hjá sér tvo syni þeirra og Hulda ól upp yngstu dóttur þeirra. „Það var erfitt að setja frá sér börnin og ég var hart dæmd fyrir það á þeim tíma,“ segir hún alvarleg. Skilnaðurinn við barnsföðurinn var Huldu erfiður. „Ég var orðin vön sársauka, þetta er svona eins og barn sem hefur alltaf verið veikt, það þekkir ekkert annað. Þannig var ég og ég fór þetta á hnefanum. Ég var ómenntuð og hafði verið heimavinnandi með börnin. Ég vildi standa á eigin fótum.“Stöðug hræðsla Og það gekk í nokkur ár. „Ég kem úr brotnu umhverfi og var stöðugt hrædd. Það var í mér svo mikil hræðsla við allt. Ég lifði alltaf með ótta og stöðugan kvíða en gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var orðin fullorðin.“ Árið 1986 hófst seinni saga hennar innan safnaðar Votta Jehóva. Leiðtogafundur Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíls Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða var yfirvofandi. „Þarna gerðist eitthvað inni í mér, það var eins og ég hefði fengið eldingu í hausinn og ég varð óstjórnlega hrædd. Ég var viss um að heimurinn væri að farast og ég væri að missa af lestinni. Austrið og vestrið voru að semja frið og ég var sannfærð um að það væri komið að þessu,“ segir hún og vísar þar í hið fræga Harmageddon sem trú vottanna byggist að miklu leyti á. Þegar Harmageddon kemur fara þeir útvöldu og lifa í paradís en aðrir farast. Þjökuð af hræðslu, sem hún lærði síðar að var alvarlegt kvíðakast, keyrði hún til bróður síns, öldungs innan Votta, í Keflavík. Systkinin voru ekki í miklu sambandi þar sem Hulda hafði verið rekin úr söfnuðinum, en samkvæmt reglum ber þeim sem eru innan safnaðarins að hætta samskiptum við þá sem gerðir hafa verið brottrækir. „Ég fer til hans miður mín og bið hann að hjálpa mér.“ Bróðir hennar hafði samband við öldung í bænum sem samþykkti að hitta Huldu. „Ég fór og hitti hann og hann sagði mér að ég mætti mæta á samkomur til þess að sýna að ég iðrist. Ég lofaði öllu fögru og iðraðist niður í duftið. Ég vildi ekki deyja í Harmageddon og var vitskert af hræðslu, ég hélt að þetta væri lausnin.“ Enginn mátti yrða á hana Huldu voru sett ströng skilyrði. „Ég átti að mæta á allar samkomur, mátti ekki setjast fyrr en allir voru sestir, átti að sitja aftast og fara út áður en samkomurnar voru búnar. Það mátti enginn yrða á mig eða tala við mig. Ég man hvað þetta var niðurlægjandi og mér leið illa. Þetta er auðvitað ofboðslegt ofbeldi. En ég fór þessa leið og ég sagði engum frá því nema litlu stelpunni minni sem var tíu ára. Við vorum með þetta leyndarmál saman, ég og hún, sem var náttúrulega mikil byrði fyrir hana.“ Hulda mætti samviskusamlega á samkomur í nokkrar vikur þar til hún fékk skilaboð um að nú væri komið að því, hún yrði tekin inn í söfnuðinn um kvöldið. Nafn hennar var lesið upp á samkomunni og allir klöppuðu. Hún var aftur komin inn. „Ég fór þarna inn á eigin forsendum. En þegar ég horfi til baka þá sé ég hrædda og veika konu en gerði mér ekki grein fyrir því þá.“ Hún tók starfið í söfnuðinum alla leið og fann aftur tilgang. Hulda var öflug í trúboði en ætlast er til þess að meðlimir stundi trúboð hús úr húsi. „Meðaltalið voru ellefu tímar á mánuði og ég var yfirleitt fyrir ofan meðaltalið. Síðan var hægt að gerast aðstoðarbrautryðjandi sem þýddi að ég fór 60 tíma í mánuði. Þá var sagt frá því á samkomu og það var mikil viðurkenning. Ég tók þetta alla leið eins og mér einni er lagið,“ segir hún og brosir út í annað. Hulda hætti að halda jól og afmæli á nýjan leik, en hefð er fyrir því á meðal votta að halda ekki slíkar hátíðir. „Auðvitað var þetta rosalega erfitt gagnvart börnunum mínum líka en mér varð ekki haggað. Ég er svolítið þannig að ef ég ætla að gera eitthvað þá geri ég það, þótt það sé sárt.“Eins og lítið þorp Samfélag votta hefur verið þekkt fyrir að vera lokað og sumir myndu segja einangrað. „Þetta er eins og lítið þorp þar sem allir þekkja alla og vita allt um alla. Flestir eru venjulegir en inni í þessu þorpi er fólk sem er mjög öfgakennt. Það fólk er fljótt að dæma aðra, það klagar aðra og er með augun opin fyrir öllu. Það er hvítt svæði og það er svart. Sumir eru á gráa svæðinu. Þá ertu enn skráður í söfnuðinn en tekur kannski ekki virkan þátt. Þú hefur heldur ekki gert neitt af þér til þess að vera rekinn og færð enn að halda sambandi við þá sem eru innan „þorpsins“.“ Árið 1994 veiktist Hulda alvarlega af þunglyndi og kvíða. Hún upplifði ekki stuðning innan safnaðarins og fannst eins og hún mætti ekki ræða veikindin. „Upp úr veikindunum fer ég aðeins að vinna í sjálfri mér og fer að hugsa um þetta. Þarna var ég búin að vera inni í þessu samfélagi frá 1986 og var búin að sjá ýmsan sora sem viðgekkst. Margt sem mér fannst vera rangt.“ Þótt hún hafi byrjað að íhuga stöðu sína hélt hún áfram að vera virk í söfnuðinum. Þetta var leiðin sem hún hafði valið og hún ætlaði sér að standa við það. Innan safnaðarins var fólkið sem hún umgekkst, hennar heimur. „Ég held bara áfram, reyni að vera stillt og góð og geri það sem þarf að gera. Veikindin ganga yfir en ég finn að ég er komin í svolítinn mótþróa gagnvart þessu. Mér fannst alltaf erfitt að halda ekki jól, það var erfiður tími, sérstaklega út af strákunum.“ Hulda á fimm systkini og fjögur þeirra eru meðlimir safnaðarins. Þrátt fyrir að finna að hún vildi ekki lengur tilheyra Vottum vildi hún ekki slíta sambandi við systkini sín á nýjan leik. „Ég var margbúin að segja við systkini mín að ég væri að hugsa um að segja mig úr söfnuðinum en þau báðu mig alltaf um að gera það ekki því þá gætu þau ekki talað við mig. Það er auðvitað sárt að missa systkini sín.“ Dóttirin gifti sig sautján ára Dóttir Huldu, Lilja, tók þátt í starfinu og ólst upp frá tíu ára aldri innan safnaðarins. Sautján ára gömul giftist hún manni sem var líka votti. „Það þótti mjög eðlilegt. Þessir krakkar mega ekki lifa kynlífi fyrir hjónaband. Það er unglingabók sem er gefin út á vegum þeirra þar sem kemur fram að þú megir ekki stunda sjálfsfróun og helst ekki skoða eigin kynfæri. Allt tengt kynlífi er bara tengt hjónum og þú átt helst að gifta þig innan Vottanna.“ Henni finnst sárt að hugsa til þess að hún hafi tekið dóttur sína með inn í söfnuðinn. „Hugsaðu þér ofbeldið sem ég beitti hana af einlægni því ég hélt það væri rétt,“ segir hún. „Einu sinni þegar hún var unglingur stóð hún og var að horfa út um gluggann. Það var bekkjarkvöld í skólanum. Ég kem til hennar og segi: Langar þig að fara? Hún segir já. Ég segi við hana: Ef hjartað þitt er þar. Og hún fór ekki,“ segir hún hikandi. „Sérðu ofbeldið?“ spyr hún og það er greinilegt að það tekur á að rifja þetta upp. „Ég ýtti á alla hennar sektarkennd. Það var búið að kenna mér það. Þú færð sýnikennslu á samkomu hvernig þú átt að tala við börnin þín og hvernig þú átt að fara að því að gera hitt og þetta. Fólk er bara matað.“ Með tímanum þróaðist það þannig að Hulda fór að taka minni þátt í starfinu og segist hafa verið verið lengi á gráa svæðinu. Í kringum aldamótin urðu kaflaskil. Lilja, dóttir Huldu, kom út úr skápnum. Samkynhneigð er ekki samþykkt innan safnaðarins. „Það var mjög erfitt fyrir hana og sársaukafullt. Hún var útskúfuð og strax rekin. Þetta var rosalegt mál innan safnaðarins en ekki fyrir mig. Ég sagði strax við hana að það skipti mig engu máli. Ég elska hana skilyrðislaust og myndi aldrei snúa við henni bakinu, sama hvað á gengur. Aldrei.“ Hulda hélst enn innan safnaðarins þó að dóttir hennar hefði verið útskúfuð en hélt sig á gráa svæðinu. „Systkini mín voru ekki ánægð. Í eitt skiptið vorum við á Strikinu í Kaupmannahöfn, ég og Lilja. Við mættum fyrir tilviljun systur minni sem býr í Kaupmannahöfn. Mér þykir alveg ofboðslega vænt um hana og Lilja hafði verið mikið hjá henni. Ég stóð á milli þeirra og hún lét eins og Lilja væri ekki þarna og vildi ekki tala við hana. Þetta var hræðilegt.“Afdrifarík heimsókn Það var svo eitt kvöld sem Hulda fékk heimsókn frá tveimur öldungum. „Þetta var á þeim tíma sem fólk var mikið með Barnalandssíður fyrir börnin sín þar sem það setti inn myndir og annað. Ég skrifaði við myndir inni á síðu fyrir barnabarnið mitt, bæði við myndir af barnabörnunum og svo var mynd af Lilju og kærustunni hennar sem ég skrifaði undir að þær væru svo góðar og fallegar og eitthvað svona. Bara eins og mömmur gera,“ segir hún. „Þeir biðja um að fá að koma inn og ég býð þeim inn. Þeir sitja svo hérna báðir tveir,“ segir hún og bendir á sófa í stofunni hjá sér. „Þeir draga síðan upp A-4 blöð. Á þeim var myndin og það sem ég skrifaði undir. Þeir rétta mér þetta og spyrja hvort ég ætli virkilega að samþykkja það að dóttir mín sé samkynhneigð,“ segir hún og reiðin leynir sér ekki í rödd hennar þegar hún rifjar þetta upp. „Ég man að ég horfði á þetta og sagði: Eruð þið geðveikir? Þið eruð stórklikkaðir. Hvernig dettur ykkur þetta í hug? Þetta eru börnin mín og barnabörnin mín og þau eru númer eitt, tvö og þrjú. Ekki trúin. Og ég bað þá vinsamlegast um að koma sér út. Ég var brjáluð.“Dóttir málarans Hulda byrjaði fyrir um ári að mála myndir og hefur það hjálpað henni mikið. Faðir hennar, sem lést þegar hún var aðeins fimmtán ára, var málarameistari og málaði myndir. Hér er hún í vinnuherbergi sínu innan um myndirnar sínar. Fréttablaðið/ValliSagði skilið við söfnuðinn Eftir að þeir fóru kraumaði reiðin sem aldrei fyrr. „Ég hugsaði með mér: Jæja, Hulda, nú er komið að því. Ég settist niður og skrifaði úrsagnarbréf þar sem stóð: Ég segi mig hér með úr Söfnuði Votta Jehóva, virðingarfyllst Hulda Fríða Berndsen. Daginn eftir skilaði ég bréfinu inn í Ríkissalinn á Sogavegi.“ Hulda tilheyrði ekki lengur þorpinu. „Það varð mikið fjaðrafok. Ég var komin út úr þorpinu og allir sem enn voru þar töluðu ekki við mig. Flest systkini mín tala ekki við mig og það þykir mér sárast af því mér þykir svo vænt um þau og veit að þeim þykir líka vænt um mig. Mér er ekki boðið þegar það eru viðburðir í þeirra fjölskyldum. Vinir mínir sem ég átti innan safnaðarins heilsa mér ekki,“ segir hún og vitnar í eitt atvik því tengt. „Ég rakst í eitt skipti á vinkonu mína í Kringlunni. Þessi vinkona mín kom inn í Vottana í gegnum mig. Og ég man hvað ég var ofsalega glöð að sjá hana. Ég ætlaði að hlaupa að henni og faðma hana en hún labbaði í burtu.“ Æðsta valdið innan safnaðarins Systkini hennar reyndu líka að tala um fyrir henni. „Bróðir minn og konan hans komu til mín. Þau settu sig svolítið á háan hest og spurðu mig hvort ég ætlaði virkilega að fórna sannleikunum fyrir börnin mín. Og ég sagði já, ég ætla að fórna þessu öllu fyrir börnin mín. Annað skiptir ekki máli. Ég hef ekki það góða reynslu innan safnaðarins að ég myndi fórna börnunum mínum fyrir það. Aldrei. Ég hef gert það og geri það aldrei aftur,“ segir hún. Fyrst eftir að Hulda hætti í söfnuðinum var hún reið en átti erfitt með að finna reiðinni farveg. „Ég átti líka mjög erfitt með að tala um það sem hafði gengið á. Okkur er kennt að tala ekki um þetta og fyrir mig að opna mig um þetta var stórt skref. Mér fannst ég ekki mega segja frá reynslu minni. Þegar ég horfi til baka þá skil ég ekki hvernig ég trúði þessu. Þetta er svo mikið ofbeldi. Þér er kennt hvernig þú átt að haga þér og það er öllu stjórnað. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu ofbeldi fyrr en ég fór að vinna í mínum málum.“ Hún segir það ekki hafa verið auðvelt skref að stíga út fyrir söfnuðinn og losa sig við það sem henni hafði verið kennt. „Þetta er það sem maður þekkir og þú þarft að byrja algjörlega upp á nýtt orðin fullorðin kona.“ Að hennar sögn sneri reiðin líka að því hvernig fólki er stjórnað innan safnaðarins og hlutum sem hún sá að voru ekki eðlilegir. „Ég sá margt skrýtið þarna. Eitt situr alltaf í mér. Ég var að passa litla stúlku innan safnaðarins, hún fór að segja mér frá hlutum sem voru mjög óhugnanlegir. Hún lýsti nákvæmlega fyrir mér hvað hefði verið gert við hana – eitthvað sem svona ung börn ættu ekki að vita af. Ég sagði mömmu hennar frá þessu sem fékk áfall. Það kom í ljós að faðir hennar hafði beitt hana kynferðisofbeldi. Foreldrarnir voru skilin en bæði í söfnuðinum. Öldungarnir tóku málið að sér. Svar þeirra var biblíunám með foreldrunum. Ég held að málið hafi ekki verið kært en ég veit að hún fór í einhverja skoðun en þannig voru málin leyst þarna. Æðsta valdið er innan safnaðarins.“Útilokað Hulda segir margt undarlegt við starfið innan safnaðarins. Fólk vinnur sig upp í ábyrgðarstöður. Konur eru óæðri og geta til dæmis ekki ekki orðið öldungar sem eru æðstir innan safnaðarins. Eins finnst henni sorglegt hvernig fólk innan safnaðarins afneitar þeim sem hætta. „Maður sem ég veit um missti móður sína, hann mátti koma í jarðarförina en ekki erfidrykkjuna því pabbi hans og systur voru vottar. Annað dæmi sem ég veit um var ung kona sem var brottrekin og missti móður sína. Hún vildi fá að bera kistuna út en mátti það ekki af því það myndi stuða vottana.“ Fyrir um ári byrjaði Hulda að mála myndir og það hefur hjálpað henni mikið. „Þetta er eins og hugleiðsla,“ segir hún þegar hún sýnir blaðamanni myndirnar sem prýða veggi heimilisins og fylla heilt vinnuherbergi. Hún hefur ekki langt að sækja listahæfileikana en faðir hennar var málarameistari en hann lést þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Huldu finnst fjarstæðukennt í dag að hafa tilheyrt vottunum. „En ég er hætt að skammast mín fyrir það hver ég er. Ég er ekki lengur hrædd eins og ég var. Ég fæ kvíða en ég er ekki hrædd. Ég gat aldrei talað um þetta af því manni var kennt að tala ekki um þessa hluti. Þú máttir aldrei hafa skoðanir. Og þá er skömmin svo mikil. Það var mikið mál fyrir mig að brjóta ísinn og byrja að tala. Auðvitað er ég markeruð af því sem fyrir mig hefur komið en það er aldrei of seint að vinna í því. Nú er ég 63 ára og er að vinna í því að ná heilsu og það sem ég þrái mest er að geta hlúð að minni fjölskyldu á eðlilegan og heiðarlegan hátt. Ég var alltaf með grímu, nú tek ég grímuna af og get sagt við fólk: Ég var þunglynd, ég var Vottur Jehóva. Ég var það, ég var ekki neydd í það en ég var þarna af því ég var veik og ég veit það núna.“ Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Innlent Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Erlent Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Fleiri fréttir Séreignarsparnaður, netöryggi og leiðsögn um Alþingi Mikil aðsókn í Alþingishúsið Veikur maður fluttur með þyrlu á Neskaupstað Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Sjá meira
Það var erfitt skref þegar ég byrjaði að opna mig um þetta. Það var svo mikil skömm sem fylgdi því. Okkur var kennt að tala ekki um þetta og tjá ekki skoðanir okkar. En ég er hætt að vera hrædd,“ segir Hulda Fríða Berndsen sem tilheyrði til margra ára söfnuði Votta Jehóva. Þar segist hún hafa upplifað ýmislegt misjafnt, meðal annars valdníðslu og heilaþvott. Upphaflega gekk Hulda til liðs við söfnuðinn árið 1975 en þá hafði þáverandi eiginmaður hennar verið meðlimur um nokkurt skeið. Þau voru rekin úr söfnuðinum árið 1979 í kjölfar skilnaðar þeirra en hún byrjaði aftur árið 1986. „Ég sást í bíl með manni. Það var ekkert í gangi á milli mín og þessa manns en þeir héldu það. Í kjölfarið var ég rekin,“ útskýrir Hulda.Hart dæmd Undanfarin ár hefur hún unnið að því að gera upp fortíð sína. Meðal annars ásamt syni sínum, rithöfundinum Mikael Torfasyni, sem er að skrifa bók um æskuár sín og sögu foreldra sinna í eigin uppgjöri við fortíðina. Æskuár þar sem hann barðist við veikindi og vegna trúar foreldranna þurftu læknarnir líka að heyja baráttu við þau til þess að bjarga lífi hans. Við gerð bókarinnar tók Mikael viðtöl við móður sína. „Þetta var erfitt en gott. Það var gott að gera þetta upp,“ segir hún er hún tekur á móti blaðamanni á heimili sínu. Þeir sem þekkja Huldu vita að hún er lífleg og hress og hrókur alls fagnaðar. Undir niðri er þó brotin sjálfsmynd sem mótaðist af miklu leyti af erfiðri æsku. Eftir að hafa hrakist úr söfnuðinum í upphafi níunda áratugarins hóf Hulda nýtt líf. Foreldarnir ungu skiptu með sér forræði barnanna, faðirinn hafði hjá sér tvo syni þeirra og Hulda ól upp yngstu dóttur þeirra. „Það var erfitt að setja frá sér börnin og ég var hart dæmd fyrir það á þeim tíma,“ segir hún alvarleg. Skilnaðurinn við barnsföðurinn var Huldu erfiður. „Ég var orðin vön sársauka, þetta er svona eins og barn sem hefur alltaf verið veikt, það þekkir ekkert annað. Þannig var ég og ég fór þetta á hnefanum. Ég var ómenntuð og hafði verið heimavinnandi með börnin. Ég vildi standa á eigin fótum.“Stöðug hræðsla Og það gekk í nokkur ár. „Ég kem úr brotnu umhverfi og var stöðugt hrædd. Það var í mér svo mikil hræðsla við allt. Ég lifði alltaf með ótta og stöðugan kvíða en gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég var orðin fullorðin.“ Árið 1986 hófst seinni saga hennar innan safnaðar Votta Jehóva. Leiðtogafundur Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíls Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða var yfirvofandi. „Þarna gerðist eitthvað inni í mér, það var eins og ég hefði fengið eldingu í hausinn og ég varð óstjórnlega hrædd. Ég var viss um að heimurinn væri að farast og ég væri að missa af lestinni. Austrið og vestrið voru að semja frið og ég var sannfærð um að það væri komið að þessu,“ segir hún og vísar þar í hið fræga Harmageddon sem trú vottanna byggist að miklu leyti á. Þegar Harmageddon kemur fara þeir útvöldu og lifa í paradís en aðrir farast. Þjökuð af hræðslu, sem hún lærði síðar að var alvarlegt kvíðakast, keyrði hún til bróður síns, öldungs innan Votta, í Keflavík. Systkinin voru ekki í miklu sambandi þar sem Hulda hafði verið rekin úr söfnuðinum, en samkvæmt reglum ber þeim sem eru innan safnaðarins að hætta samskiptum við þá sem gerðir hafa verið brottrækir. „Ég fer til hans miður mín og bið hann að hjálpa mér.“ Bróðir hennar hafði samband við öldung í bænum sem samþykkti að hitta Huldu. „Ég fór og hitti hann og hann sagði mér að ég mætti mæta á samkomur til þess að sýna að ég iðrist. Ég lofaði öllu fögru og iðraðist niður í duftið. Ég vildi ekki deyja í Harmageddon og var vitskert af hræðslu, ég hélt að þetta væri lausnin.“ Enginn mátti yrða á hana Huldu voru sett ströng skilyrði. „Ég átti að mæta á allar samkomur, mátti ekki setjast fyrr en allir voru sestir, átti að sitja aftast og fara út áður en samkomurnar voru búnar. Það mátti enginn yrða á mig eða tala við mig. Ég man hvað þetta var niðurlægjandi og mér leið illa. Þetta er auðvitað ofboðslegt ofbeldi. En ég fór þessa leið og ég sagði engum frá því nema litlu stelpunni minni sem var tíu ára. Við vorum með þetta leyndarmál saman, ég og hún, sem var náttúrulega mikil byrði fyrir hana.“ Hulda mætti samviskusamlega á samkomur í nokkrar vikur þar til hún fékk skilaboð um að nú væri komið að því, hún yrði tekin inn í söfnuðinn um kvöldið. Nafn hennar var lesið upp á samkomunni og allir klöppuðu. Hún var aftur komin inn. „Ég fór þarna inn á eigin forsendum. En þegar ég horfi til baka þá sé ég hrædda og veika konu en gerði mér ekki grein fyrir því þá.“ Hún tók starfið í söfnuðinum alla leið og fann aftur tilgang. Hulda var öflug í trúboði en ætlast er til þess að meðlimir stundi trúboð hús úr húsi. „Meðaltalið voru ellefu tímar á mánuði og ég var yfirleitt fyrir ofan meðaltalið. Síðan var hægt að gerast aðstoðarbrautryðjandi sem þýddi að ég fór 60 tíma í mánuði. Þá var sagt frá því á samkomu og það var mikil viðurkenning. Ég tók þetta alla leið eins og mér einni er lagið,“ segir hún og brosir út í annað. Hulda hætti að halda jól og afmæli á nýjan leik, en hefð er fyrir því á meðal votta að halda ekki slíkar hátíðir. „Auðvitað var þetta rosalega erfitt gagnvart börnunum mínum líka en mér varð ekki haggað. Ég er svolítið þannig að ef ég ætla að gera eitthvað þá geri ég það, þótt það sé sárt.“Eins og lítið þorp Samfélag votta hefur verið þekkt fyrir að vera lokað og sumir myndu segja einangrað. „Þetta er eins og lítið þorp þar sem allir þekkja alla og vita allt um alla. Flestir eru venjulegir en inni í þessu þorpi er fólk sem er mjög öfgakennt. Það fólk er fljótt að dæma aðra, það klagar aðra og er með augun opin fyrir öllu. Það er hvítt svæði og það er svart. Sumir eru á gráa svæðinu. Þá ertu enn skráður í söfnuðinn en tekur kannski ekki virkan þátt. Þú hefur heldur ekki gert neitt af þér til þess að vera rekinn og færð enn að halda sambandi við þá sem eru innan „þorpsins“.“ Árið 1994 veiktist Hulda alvarlega af þunglyndi og kvíða. Hún upplifði ekki stuðning innan safnaðarins og fannst eins og hún mætti ekki ræða veikindin. „Upp úr veikindunum fer ég aðeins að vinna í sjálfri mér og fer að hugsa um þetta. Þarna var ég búin að vera inni í þessu samfélagi frá 1986 og var búin að sjá ýmsan sora sem viðgekkst. Margt sem mér fannst vera rangt.“ Þótt hún hafi byrjað að íhuga stöðu sína hélt hún áfram að vera virk í söfnuðinum. Þetta var leiðin sem hún hafði valið og hún ætlaði sér að standa við það. Innan safnaðarins var fólkið sem hún umgekkst, hennar heimur. „Ég held bara áfram, reyni að vera stillt og góð og geri það sem þarf að gera. Veikindin ganga yfir en ég finn að ég er komin í svolítinn mótþróa gagnvart þessu. Mér fannst alltaf erfitt að halda ekki jól, það var erfiður tími, sérstaklega út af strákunum.“ Hulda á fimm systkini og fjögur þeirra eru meðlimir safnaðarins. Þrátt fyrir að finna að hún vildi ekki lengur tilheyra Vottum vildi hún ekki slíta sambandi við systkini sín á nýjan leik. „Ég var margbúin að segja við systkini mín að ég væri að hugsa um að segja mig úr söfnuðinum en þau báðu mig alltaf um að gera það ekki því þá gætu þau ekki talað við mig. Það er auðvitað sárt að missa systkini sín.“ Dóttirin gifti sig sautján ára Dóttir Huldu, Lilja, tók þátt í starfinu og ólst upp frá tíu ára aldri innan safnaðarins. Sautján ára gömul giftist hún manni sem var líka votti. „Það þótti mjög eðlilegt. Þessir krakkar mega ekki lifa kynlífi fyrir hjónaband. Það er unglingabók sem er gefin út á vegum þeirra þar sem kemur fram að þú megir ekki stunda sjálfsfróun og helst ekki skoða eigin kynfæri. Allt tengt kynlífi er bara tengt hjónum og þú átt helst að gifta þig innan Vottanna.“ Henni finnst sárt að hugsa til þess að hún hafi tekið dóttur sína með inn í söfnuðinn. „Hugsaðu þér ofbeldið sem ég beitti hana af einlægni því ég hélt það væri rétt,“ segir hún. „Einu sinni þegar hún var unglingur stóð hún og var að horfa út um gluggann. Það var bekkjarkvöld í skólanum. Ég kem til hennar og segi: Langar þig að fara? Hún segir já. Ég segi við hana: Ef hjartað þitt er þar. Og hún fór ekki,“ segir hún hikandi. „Sérðu ofbeldið?“ spyr hún og það er greinilegt að það tekur á að rifja þetta upp. „Ég ýtti á alla hennar sektarkennd. Það var búið að kenna mér það. Þú færð sýnikennslu á samkomu hvernig þú átt að tala við börnin þín og hvernig þú átt að fara að því að gera hitt og þetta. Fólk er bara matað.“ Með tímanum þróaðist það þannig að Hulda fór að taka minni þátt í starfinu og segist hafa verið verið lengi á gráa svæðinu. Í kringum aldamótin urðu kaflaskil. Lilja, dóttir Huldu, kom út úr skápnum. Samkynhneigð er ekki samþykkt innan safnaðarins. „Það var mjög erfitt fyrir hana og sársaukafullt. Hún var útskúfuð og strax rekin. Þetta var rosalegt mál innan safnaðarins en ekki fyrir mig. Ég sagði strax við hana að það skipti mig engu máli. Ég elska hana skilyrðislaust og myndi aldrei snúa við henni bakinu, sama hvað á gengur. Aldrei.“ Hulda hélst enn innan safnaðarins þó að dóttir hennar hefði verið útskúfuð en hélt sig á gráa svæðinu. „Systkini mín voru ekki ánægð. Í eitt skiptið vorum við á Strikinu í Kaupmannahöfn, ég og Lilja. Við mættum fyrir tilviljun systur minni sem býr í Kaupmannahöfn. Mér þykir alveg ofboðslega vænt um hana og Lilja hafði verið mikið hjá henni. Ég stóð á milli þeirra og hún lét eins og Lilja væri ekki þarna og vildi ekki tala við hana. Þetta var hræðilegt.“Afdrifarík heimsókn Það var svo eitt kvöld sem Hulda fékk heimsókn frá tveimur öldungum. „Þetta var á þeim tíma sem fólk var mikið með Barnalandssíður fyrir börnin sín þar sem það setti inn myndir og annað. Ég skrifaði við myndir inni á síðu fyrir barnabarnið mitt, bæði við myndir af barnabörnunum og svo var mynd af Lilju og kærustunni hennar sem ég skrifaði undir að þær væru svo góðar og fallegar og eitthvað svona. Bara eins og mömmur gera,“ segir hún. „Þeir biðja um að fá að koma inn og ég býð þeim inn. Þeir sitja svo hérna báðir tveir,“ segir hún og bendir á sófa í stofunni hjá sér. „Þeir draga síðan upp A-4 blöð. Á þeim var myndin og það sem ég skrifaði undir. Þeir rétta mér þetta og spyrja hvort ég ætli virkilega að samþykkja það að dóttir mín sé samkynhneigð,“ segir hún og reiðin leynir sér ekki í rödd hennar þegar hún rifjar þetta upp. „Ég man að ég horfði á þetta og sagði: Eruð þið geðveikir? Þið eruð stórklikkaðir. Hvernig dettur ykkur þetta í hug? Þetta eru börnin mín og barnabörnin mín og þau eru númer eitt, tvö og þrjú. Ekki trúin. Og ég bað þá vinsamlegast um að koma sér út. Ég var brjáluð.“Dóttir málarans Hulda byrjaði fyrir um ári að mála myndir og hefur það hjálpað henni mikið. Faðir hennar, sem lést þegar hún var aðeins fimmtán ára, var málarameistari og málaði myndir. Hér er hún í vinnuherbergi sínu innan um myndirnar sínar. Fréttablaðið/ValliSagði skilið við söfnuðinn Eftir að þeir fóru kraumaði reiðin sem aldrei fyrr. „Ég hugsaði með mér: Jæja, Hulda, nú er komið að því. Ég settist niður og skrifaði úrsagnarbréf þar sem stóð: Ég segi mig hér með úr Söfnuði Votta Jehóva, virðingarfyllst Hulda Fríða Berndsen. Daginn eftir skilaði ég bréfinu inn í Ríkissalinn á Sogavegi.“ Hulda tilheyrði ekki lengur þorpinu. „Það varð mikið fjaðrafok. Ég var komin út úr þorpinu og allir sem enn voru þar töluðu ekki við mig. Flest systkini mín tala ekki við mig og það þykir mér sárast af því mér þykir svo vænt um þau og veit að þeim þykir líka vænt um mig. Mér er ekki boðið þegar það eru viðburðir í þeirra fjölskyldum. Vinir mínir sem ég átti innan safnaðarins heilsa mér ekki,“ segir hún og vitnar í eitt atvik því tengt. „Ég rakst í eitt skipti á vinkonu mína í Kringlunni. Þessi vinkona mín kom inn í Vottana í gegnum mig. Og ég man hvað ég var ofsalega glöð að sjá hana. Ég ætlaði að hlaupa að henni og faðma hana en hún labbaði í burtu.“ Æðsta valdið innan safnaðarins Systkini hennar reyndu líka að tala um fyrir henni. „Bróðir minn og konan hans komu til mín. Þau settu sig svolítið á háan hest og spurðu mig hvort ég ætlaði virkilega að fórna sannleikunum fyrir börnin mín. Og ég sagði já, ég ætla að fórna þessu öllu fyrir börnin mín. Annað skiptir ekki máli. Ég hef ekki það góða reynslu innan safnaðarins að ég myndi fórna börnunum mínum fyrir það. Aldrei. Ég hef gert það og geri það aldrei aftur,“ segir hún. Fyrst eftir að Hulda hætti í söfnuðinum var hún reið en átti erfitt með að finna reiðinni farveg. „Ég átti líka mjög erfitt með að tala um það sem hafði gengið á. Okkur er kennt að tala ekki um þetta og fyrir mig að opna mig um þetta var stórt skref. Mér fannst ég ekki mega segja frá reynslu minni. Þegar ég horfi til baka þá skil ég ekki hvernig ég trúði þessu. Þetta er svo mikið ofbeldi. Þér er kennt hvernig þú átt að haga þér og það er öllu stjórnað. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu ofbeldi fyrr en ég fór að vinna í mínum málum.“ Hún segir það ekki hafa verið auðvelt skref að stíga út fyrir söfnuðinn og losa sig við það sem henni hafði verið kennt. „Þetta er það sem maður þekkir og þú þarft að byrja algjörlega upp á nýtt orðin fullorðin kona.“ Að hennar sögn sneri reiðin líka að því hvernig fólki er stjórnað innan safnaðarins og hlutum sem hún sá að voru ekki eðlilegir. „Ég sá margt skrýtið þarna. Eitt situr alltaf í mér. Ég var að passa litla stúlku innan safnaðarins, hún fór að segja mér frá hlutum sem voru mjög óhugnanlegir. Hún lýsti nákvæmlega fyrir mér hvað hefði verið gert við hana – eitthvað sem svona ung börn ættu ekki að vita af. Ég sagði mömmu hennar frá þessu sem fékk áfall. Það kom í ljós að faðir hennar hafði beitt hana kynferðisofbeldi. Foreldrarnir voru skilin en bæði í söfnuðinum. Öldungarnir tóku málið að sér. Svar þeirra var biblíunám með foreldrunum. Ég held að málið hafi ekki verið kært en ég veit að hún fór í einhverja skoðun en þannig voru málin leyst þarna. Æðsta valdið er innan safnaðarins.“Útilokað Hulda segir margt undarlegt við starfið innan safnaðarins. Fólk vinnur sig upp í ábyrgðarstöður. Konur eru óæðri og geta til dæmis ekki ekki orðið öldungar sem eru æðstir innan safnaðarins. Eins finnst henni sorglegt hvernig fólk innan safnaðarins afneitar þeim sem hætta. „Maður sem ég veit um missti móður sína, hann mátti koma í jarðarförina en ekki erfidrykkjuna því pabbi hans og systur voru vottar. Annað dæmi sem ég veit um var ung kona sem var brottrekin og missti móður sína. Hún vildi fá að bera kistuna út en mátti það ekki af því það myndi stuða vottana.“ Fyrir um ári byrjaði Hulda að mála myndir og það hefur hjálpað henni mikið. „Þetta er eins og hugleiðsla,“ segir hún þegar hún sýnir blaðamanni myndirnar sem prýða veggi heimilisins og fylla heilt vinnuherbergi. Hún hefur ekki langt að sækja listahæfileikana en faðir hennar var málarameistari en hann lést þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Huldu finnst fjarstæðukennt í dag að hafa tilheyrt vottunum. „En ég er hætt að skammast mín fyrir það hver ég er. Ég er ekki lengur hrædd eins og ég var. Ég fæ kvíða en ég er ekki hrædd. Ég gat aldrei talað um þetta af því manni var kennt að tala ekki um þessa hluti. Þú máttir aldrei hafa skoðanir. Og þá er skömmin svo mikil. Það var mikið mál fyrir mig að brjóta ísinn og byrja að tala. Auðvitað er ég markeruð af því sem fyrir mig hefur komið en það er aldrei of seint að vinna í því. Nú er ég 63 ára og er að vinna í því að ná heilsu og það sem ég þrái mest er að geta hlúð að minni fjölskyldu á eðlilegan og heiðarlegan hátt. Ég var alltaf með grímu, nú tek ég grímuna af og get sagt við fólk: Ég var þunglynd, ég var Vottur Jehóva. Ég var það, ég var ekki neydd í það en ég var þarna af því ég var veik og ég veit það núna.“
Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Innlent Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Erlent Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Fleiri fréttir Séreignarsparnaður, netöryggi og leiðsögn um Alþingi Mikil aðsókn í Alþingishúsið Veikur maður fluttur með þyrlu á Neskaupstað Um 400 fyrirtæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Rafmagnslaust í Laugardal í nótt Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Sjá meira