Sjúkrahússýking á tveimur deildum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 13:00 Á Landspítalanum stendur yfir umfangsmikið hreinsunarstarf, en upp er komin sjúkrahússýking á skurðdeild. Vísir/Getty Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira