Þær skosku eru sýnd veiði en ekki gefin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2015 06:45 Í þriðja sinn á EM? Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í landsliðið eftir fæðingarorlof. Hér fagnar hún með Söru Björk Gunnarsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur. Fréttablaðið/Djorovic Íslenska kvennalandsliðið slapp við tvö erfið lið þegar dregið var í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið lenti í riðli með Skotlandi, Hvíta-Rússlandi, Slóveníu og Makedóníu. „Það getur vel verið að þetta líti vel út á einhverjum pappírum. Kvennafótboltinn er bara á svo mikilli uppleið og þessi lið eru alltaf að styrkjast. Þetta verður erfiðara og erfiðara með hverju árinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins. Það er búist við að baráttan um efsta sætið í riðlinum verði á milli Íslands og Skotlands. „Skotar eru með hörkulið og þær eru líka að koma upp með marga efnilega leikmenn. Þær eru því sýnd veiði en ekki gefin og eru með hrikalega sterkt lið,“ sagði Margrét Lára. Ísland gat lent í riðli með tveimur sterkum þjóðum sem voru með liðinu í undankeppni HM 2015. „Það er hægt að segja að við séum aðallega heppnar að sleppa við Danmörku og Sviss úr öðrum styrkleikaflokki. Þrátt fyrir það þá tel ég að við fáum þriðja sterkasta liðið úr þeim flokki. Þetta verður mjög erfitt en það er líka skemmtilegt að fá ný lið. Við höfum mikið verið að spila á móti þessum sömu liðum endalaust. Það er því gaman að fá nýjar áskoranir og ný verkefni,“ sagði Margrét Lára. Íslenska liðið var í fyrsta sinn í fyrsta styrkleikaflokki í þessum drætti og öll liðin í riðlinum voru því neðar á styrkleikalistanum. „Það er magnað afrek og ég held að fólk átti sig ekki á því hvaða lið við erum að skilja eftir í öðrum styrkleikaflokki. Við erum klárlega að njóta góðs að því núna. Við verðum að nýta okkur þennan meðbyr, vinna þennan riðil og fara beint á EM. Það er markmiðið,“ segir Margrét Lára. Hún hefur tekið þátt í tveimur úrslitakeppum EM, bæði í Finnlandi 2009 og í Svíþjóð 2013. „Það hefur tekist tvisvar að komast á EM en það væri samt óneitanlega gaman að brjóta blað í sögunni og komast beint á EM,“ segir Margrét Lára að lokum en íslenska liðið sló Írland út í umspili fyrir EM 2009 og Úkraínu í umspili fyrir EM 2013. Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið slapp við tvö erfið lið þegar dregið var í undankeppni EM í gær. Íslenska liðið lenti í riðli með Skotlandi, Hvíta-Rússlandi, Slóveníu og Makedóníu. „Það getur vel verið að þetta líti vel út á einhverjum pappírum. Kvennafótboltinn er bara á svo mikilli uppleið og þessi lið eru alltaf að styrkjast. Þetta verður erfiðara og erfiðara með hverju árinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins. Það er búist við að baráttan um efsta sætið í riðlinum verði á milli Íslands og Skotlands. „Skotar eru með hörkulið og þær eru líka að koma upp með marga efnilega leikmenn. Þær eru því sýnd veiði en ekki gefin og eru með hrikalega sterkt lið,“ sagði Margrét Lára. Ísland gat lent í riðli með tveimur sterkum þjóðum sem voru með liðinu í undankeppni HM 2015. „Það er hægt að segja að við séum aðallega heppnar að sleppa við Danmörku og Sviss úr öðrum styrkleikaflokki. Þrátt fyrir það þá tel ég að við fáum þriðja sterkasta liðið úr þeim flokki. Þetta verður mjög erfitt en það er líka skemmtilegt að fá ný lið. Við höfum mikið verið að spila á móti þessum sömu liðum endalaust. Það er því gaman að fá nýjar áskoranir og ný verkefni,“ sagði Margrét Lára. Íslenska liðið var í fyrsta sinn í fyrsta styrkleikaflokki í þessum drætti og öll liðin í riðlinum voru því neðar á styrkleikalistanum. „Það er magnað afrek og ég held að fólk átti sig ekki á því hvaða lið við erum að skilja eftir í öðrum styrkleikaflokki. Við erum klárlega að njóta góðs að því núna. Við verðum að nýta okkur þennan meðbyr, vinna þennan riðil og fara beint á EM. Það er markmiðið,“ segir Margrét Lára. Hún hefur tekið þátt í tveimur úrslitakeppum EM, bæði í Finnlandi 2009 og í Svíþjóð 2013. „Það hefur tekist tvisvar að komast á EM en það væri samt óneitanlega gaman að brjóta blað í sögunni og komast beint á EM,“ segir Margrét Lára að lokum en íslenska liðið sló Írland út í umspili fyrir EM 2009 og Úkraínu í umspili fyrir EM 2013.
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira