Hrein orka innan seilingar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2015 12:00 Notkun vind- og sólarorku hefur margfaldast á örfáum árum. VÍSIR/GETTY Þjóðir heimsins munu á þessu ári sameinast um hvernig skuli stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Vægi endurnýjanlegrar orku hefur aukist en enn eru stórir þröskuldar sem þarf að yfirstíga. Allar líkur eru á að 2015 verði sögulegt ár með tilliti til endurnýjanlegra orkugjafa. Í desember á þessu ári munu þjóðir heims sameinast um bindandi samkomulag til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Slíkt samkomulag er forsenda þess að hægt verði að forðast verstu spár loftslagsvísindamanna. Hrein, endurnýjanleg orka er lykilatriði í þessum efnum. Þó svo að innleiðing slíkra orkugjafa á hnattræna vísu sé fjarlægt markmið þá hafa gríðarstór skref verið tekin á síðustu tveimur árum í átt að nýju landslagi orkumála. Greiningardeild Bloomberg hefur tekið saman athyglisverða tölfræði sem sýnir að fjárfesting í aukinni framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku hefur nú tekið fram úr nýfjárfestingum í jarðefnaeldsneyti. Hafa ber í huga að Bloomberg einblínir á raforkuframleiðslu í sínum útreikningum. Þó svo að allt rafmagn sé orka þá er ekki öll orka rafmagn. Þó svo að tölurnar sýni fram á aukinn áhuga fjárfesta á hreinni orku þá segja þær aðeins hálfa sögu. Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni taka rafmagn og hiti til 42 prósenta af hnattrænni losun koltvísýrings. Til að ná markmiðum um minni losun verður að horfa til iðnaðar og samgangna, sem saman telja 43 prósent.Ný tækni fyrir nýja tíma Fjölbreyttar lausnir standa til boða. Þar á meðal er framleiðsla og notkun metanóls. Verksmiðja Carbon Recycling International (CRI) tók til starfa í Svartsengi 2012 og framleiðir nú um 4.000 tonn af metanóli á ári með samruna vetnis og koltvísýrings úr jarðvarmavirkjun HS Orku, steinsnar í burtu. Metanól CRI er notað til íblöndunar eða sem hráefni til eldsneytisframleiðslu. Framleiðslutækni CRI hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst á meginlandi Evrópu. Nýlega gerði fyrirtækið samning með samstarfsaðilum frá Þýskalandi, Spáni og Belgíu um byggingu eldsneytisverksmiðju í Þýskalandi til framleiðslu á metanóli með sömu aðferðum og beitt er í Svartsengi. Þar er nýttur útblástur frá kolaorkuveri þýska orkurisans Steag í Lünen og þannig er dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.Dr. Wolfgang A. Benesch, yfirmaður rannsókna hjá SteagVÍSIR/STEAGMetanól ákjósanleg lausn Dr. Wolfgang A. Benesch er yfirmaður rannsókna hjá Steag. Hann segir metanól koma til með að leika stórt hlutverk þegar framtíð endurnýjanlegra orkugjafa er annars vegar. Hann bendir á að vind- og sólarorka séu erfiðir orkugjafar að vinna með. Framleiðslan sé afar mismunandi; stundum lítil, stundum of mikil. „Við þurfum að leita nýrra leiða til að geyma þessa orku til að jafna framleiðsluna,“ segir dr. Benesch. „Við teljum að metanól sé heppileg leið til að gera það, þá sérstaklega þegar við horfum til geymslu til lengri tíma.“ Dr. Benesch, sem er vélaverkfræðingur að mennt, er ekki aðeins umhugað um möguleika metanóls í rekstri orkuvera. Hann ítrekar að magn koltvísýrings sem hlýst af daglegum athöfnum mannanna er gríðarlegt. Vel væri hægt að nýta metanól í auknum mæli til að knýja bifreiðar. Hann segir rafhlöðutæknina ekki vera komna á það stig að rafmagnsbílar séu raunhæfur kostur. Vetnisknúnir bílar væru ásættanleg lausn (framleiðsla vetnis er fyrra skref metanólframleiðslu) en þá blasir annað vandamál við. Grunnvirki samgönguhefða okkar eru svo rækilega bundin jarðefnaeldsneyti að það þyrfti stórkostlegt átak til að breyta þeim – að breyta bensínstöðum í vetnisstöðvar. „Með metanóli getum við nýtt innviði sem þegar eru til staðar, þó svo að framleiðsla þess sé flóknari en vetnis, til dæmis.“Markaðurinn stjórni Verkefnið sem blasir við – hnattrænt átak í útrýmingu jarðefnaeldsneytis – mun taka mörg ár að vinna. Þróunin frá viði til kola og kola til olíu tók ein fimmtíu ár og margir áætla að það muni taka svipaðan tíma að innleiða endurnýjanlega orkugjafa. Dr. Benesch varar við því að menn flýti sér um of, peningar eru jú einnig takmörkuð auðlind. „Ef við nálgumst þetta verkefni út frá hagfræðilegu sjónarmiði þá erum við líklegri til að ná árangri. Hins vegar, ef við flýtum innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa um of, þá verður það of dýrt. Ef við gerum þetta með hagsýni að leiðarljósi þá er mun líklegri að stóru löndin, eins og Egyptaland og Kína, treysti sér til að feta sömu slóð,“ segir dr. Benesch. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Þjóðir heimsins munu á þessu ári sameinast um hvernig skuli stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Vægi endurnýjanlegrar orku hefur aukist en enn eru stórir þröskuldar sem þarf að yfirstíga. Allar líkur eru á að 2015 verði sögulegt ár með tilliti til endurnýjanlegra orkugjafa. Í desember á þessu ári munu þjóðir heims sameinast um bindandi samkomulag til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Slíkt samkomulag er forsenda þess að hægt verði að forðast verstu spár loftslagsvísindamanna. Hrein, endurnýjanleg orka er lykilatriði í þessum efnum. Þó svo að innleiðing slíkra orkugjafa á hnattræna vísu sé fjarlægt markmið þá hafa gríðarstór skref verið tekin á síðustu tveimur árum í átt að nýju landslagi orkumála. Greiningardeild Bloomberg hefur tekið saman athyglisverða tölfræði sem sýnir að fjárfesting í aukinni framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku hefur nú tekið fram úr nýfjárfestingum í jarðefnaeldsneyti. Hafa ber í huga að Bloomberg einblínir á raforkuframleiðslu í sínum útreikningum. Þó svo að allt rafmagn sé orka þá er ekki öll orka rafmagn. Þó svo að tölurnar sýni fram á aukinn áhuga fjárfesta á hreinni orku þá segja þær aðeins hálfa sögu. Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni taka rafmagn og hiti til 42 prósenta af hnattrænni losun koltvísýrings. Til að ná markmiðum um minni losun verður að horfa til iðnaðar og samgangna, sem saman telja 43 prósent.Ný tækni fyrir nýja tíma Fjölbreyttar lausnir standa til boða. Þar á meðal er framleiðsla og notkun metanóls. Verksmiðja Carbon Recycling International (CRI) tók til starfa í Svartsengi 2012 og framleiðir nú um 4.000 tonn af metanóli á ári með samruna vetnis og koltvísýrings úr jarðvarmavirkjun HS Orku, steinsnar í burtu. Metanól CRI er notað til íblöndunar eða sem hráefni til eldsneytisframleiðslu. Framleiðslutækni CRI hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst á meginlandi Evrópu. Nýlega gerði fyrirtækið samning með samstarfsaðilum frá Þýskalandi, Spáni og Belgíu um byggingu eldsneytisverksmiðju í Þýskalandi til framleiðslu á metanóli með sömu aðferðum og beitt er í Svartsengi. Þar er nýttur útblástur frá kolaorkuveri þýska orkurisans Steag í Lünen og þannig er dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.Dr. Wolfgang A. Benesch, yfirmaður rannsókna hjá SteagVÍSIR/STEAGMetanól ákjósanleg lausn Dr. Wolfgang A. Benesch er yfirmaður rannsókna hjá Steag. Hann segir metanól koma til með að leika stórt hlutverk þegar framtíð endurnýjanlegra orkugjafa er annars vegar. Hann bendir á að vind- og sólarorka séu erfiðir orkugjafar að vinna með. Framleiðslan sé afar mismunandi; stundum lítil, stundum of mikil. „Við þurfum að leita nýrra leiða til að geyma þessa orku til að jafna framleiðsluna,“ segir dr. Benesch. „Við teljum að metanól sé heppileg leið til að gera það, þá sérstaklega þegar við horfum til geymslu til lengri tíma.“ Dr. Benesch, sem er vélaverkfræðingur að mennt, er ekki aðeins umhugað um möguleika metanóls í rekstri orkuvera. Hann ítrekar að magn koltvísýrings sem hlýst af daglegum athöfnum mannanna er gríðarlegt. Vel væri hægt að nýta metanól í auknum mæli til að knýja bifreiðar. Hann segir rafhlöðutæknina ekki vera komna á það stig að rafmagnsbílar séu raunhæfur kostur. Vetnisknúnir bílar væru ásættanleg lausn (framleiðsla vetnis er fyrra skref metanólframleiðslu) en þá blasir annað vandamál við. Grunnvirki samgönguhefða okkar eru svo rækilega bundin jarðefnaeldsneyti að það þyrfti stórkostlegt átak til að breyta þeim – að breyta bensínstöðum í vetnisstöðvar. „Með metanóli getum við nýtt innviði sem þegar eru til staðar, þó svo að framleiðsla þess sé flóknari en vetnis, til dæmis.“Markaðurinn stjórni Verkefnið sem blasir við – hnattrænt átak í útrýmingu jarðefnaeldsneytis – mun taka mörg ár að vinna. Þróunin frá viði til kola og kola til olíu tók ein fimmtíu ár og margir áætla að það muni taka svipaðan tíma að innleiða endurnýjanlega orkugjafa. Dr. Benesch varar við því að menn flýti sér um of, peningar eru jú einnig takmörkuð auðlind. „Ef við nálgumst þetta verkefni út frá hagfræðilegu sjónarmiði þá erum við líklegri til að ná árangri. Hins vegar, ef við flýtum innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa um of, þá verður það of dýrt. Ef við gerum þetta með hagsýni að leiðarljósi þá er mun líklegri að stóru löndin, eins og Egyptaland og Kína, treysti sér til að feta sömu slóð,“ segir dr. Benesch.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira