Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Árni Sverrir Hafsteinsson segir skattinn ekki hafa skilað tilskildum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira