Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Árni Sverrir Hafsteinsson segir skattinn ekki hafa skilað tilskildum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“ Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“
Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira