Hagnaður ríkissjóðs fram úr áætlun þar sem sykurskattur breytti ekki neysluvenjum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Árni Sverrir Hafsteinsson segir skattinn ekki hafa skilað tilskildum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Ekki er hægt að greina að sykurskatturinn hafi haft veruleg áhrif á neyslu þann stutta tíma sem skattheimtan stóð yfir. Áhrif sykurskattsins á verðlag skattlagðra vara voru of lítil fyrir neytendur til að taka eftir þeim í flestum tilvikum, sem kann að skýra hvers vegna neysluáhrifin urðu lítil. Þetta varð til þess að hagnaður ríkisins af skattlagningunni varð meiri en upphaflega var gert ráð fyrir eða um einn milljarður í stað 800 milljóna. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar á áhrifum sykurskatts sem var lagður á 1. mars 2013 og afnuminn um síðustu áramót. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær og gerðar aðgengilegar á vefsíðu Rannsóknarsetursins.Sjá einnig:Greiddu 121,6 milljónir í sykurskatt á sextán mánuðum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort yfirlýst markmið með skattheimtunni hefðu náðst og auk þess að kanna hvaða möguleg áhrif hún hefði haft á innflytjendur. Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sagði að markmiðin hefðu aðallega verið tvö: „Þau voru annars vegar að breyta neyslu fólks þannig að það færi úr óhollustu og sykri yfir í meiri hollustu og hins vegar að auka tekjur ríkissjóðs.“ Verð og magn í smásölu á gosdrykkjum, kexi, morgunkorni, strásykri og mjólkurvörum var skoðað. Rannsóknin leiddi í ljós að skatturinn hafði lítil áhrif á verðlag þeirra tegunda morgunkorns, kex og gosdrykkja sem voru skoðaðar en mjólkurvara hækkaði strax í verði. Þar sem skattur var einnig lagður á sætuefni í samræmi við sætumagn þeirra dró það úr möguleikum fólks til að forðast skattinn og breyta neysluvenjum sínum.Sjá einnig:Mestu skattabreytingar í seinni tíð Árni Sverrir Hafsteinsson kynnti niðurstöðurnar. Hann sagði að áhrifa sykurskattsins hefði ekki orðið vart fyrr en rúmu ári eftir að hann var lagður á. Ástæðan er sú að kaupmenn keyptu inn sykraðar vörur í gríðarlegu magni mánuði áður en skattheimta hófst. Sykur úti í búð var því seldur undir kostnaðarverði. „Það var þess vegna ekki fyrr en síðasti innflytjandinn kláraði sínar birgðir að smásöluverð fór upp fyrir kostnaðarverð, það er kostnaðinn við að flytja sykurinn frá útlöndum.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira