Mestu skattabreytingar í seinni tíð Linda Blöndal skrifar 2. janúar 2015 19:41 Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist áætla að verð á um fimm þúsund vörum tali breytingum. Hann segist ráð fyrir að innkaupakarfan í Bónus muni hækka um 1,1-1,5 prósent.Hver ber kostnaðinn af þessum breytingum?„Við erum að taka á okkur þennan kostnað. Þetta er smá skot núna í nokkra daga, að klára þessar verðbreytingar,“ segir Guðmundur. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist áætla að verð á um fimm þúsund vörum tali breytingum. Hann segist ráð fyrir að innkaupakarfan í Bónus muni hækka um 1,1-1,5 prósent.Hver ber kostnaðinn af þessum breytingum?„Við erum að taka á okkur þennan kostnað. Þetta er smá skot núna í nokkra daga, að klára þessar verðbreytingar,“ segir Guðmundur. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira