Mestu skattabreytingar í seinni tíð Linda Blöndal skrifar 2. janúar 2015 19:41 Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist áætla að verð á um fimm þúsund vörum tali breytingum. Hann segist ráð fyrir að innkaupakarfan í Bónus muni hækka um 1,1-1,5 prósent.Hver ber kostnaðinn af þessum breytingum?„Við erum að taka á okkur þennan kostnað. Þetta er smá skot núna í nokkra daga, að klára þessar verðbreytingar,“ segir Guðmundur. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist áætla að verð á um fimm þúsund vörum tali breytingum. Hann segist ráð fyrir að innkaupakarfan í Bónus muni hækka um 1,1-1,5 prósent.Hver ber kostnaðinn af þessum breytingum?„Við erum að taka á okkur þennan kostnað. Þetta er smá skot núna í nokkra daga, að klára þessar verðbreytingar,“ segir Guðmundur. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira