Innlent

Mestu skattabreytingar í seinni tíð

Linda Blöndal skrifar
Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu.

Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent.

Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist áætla að verð á um fimm þúsund vörum tali breytingum. Hann segist ráð fyrir að innkaupakarfan í Bónus muni hækka um 1,1-1,5 prósent.

Hver ber kostnaðinn af þessum breytingum?

„Við erum að taka á okkur þennan kostnað. Þetta er smá skot núna í nokkra daga, að klára þessar verðbreytingar,“ segir Guðmundur.

Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð.

Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×