Erlent

Ráðast gegn blekkingum Pútíns

guðsteinn bjarnason skrifar
Ónýtt heimili. Tárvot eldri kona stendur fyrir utan húsið sitt, sem farið hefur illa út úr átökunum í Úkraínu.
Ónýtt heimili. Tárvot eldri kona stendur fyrir utan húsið sitt, sem farið hefur illa út úr átökunum í Úkraínu. nordicphotos/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsins búa sig nú undir áróðursstríð gegn „blekkingarherferð“ Vladimírs Pútín Rússlandsforseta varðandi Úkraínu.

Á leiðtogafundi ESB í næstu viku stendur til að fela Federicu Mogherini, utanríkismálafulltrúa sambandsins, að undirbúa gagnaðgerðir gegn því sem í drögum að ályktun er kallað „viðvarandi blekkingarherferðir Rússa“.

Það er Reuters-fréttastofan sem skýrir frá þessu. Mogherini á að fá þrjá mánuði til að undirbúa aðgerðir sem eiga að styðja við fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og efla þar „evrópsk gildi“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×