360 markalausar mínútur á Algarve Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2015 06:30 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008 Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Íslenska landsliðið lauk leik á Algarve-mótinu í Portúgal í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir heimsmeisturum Japans í leik um 9. sætið á mótinu. Staðan var markalaus í hálfleik en í þeim seinni tóku heimsmeistararnir yfir, skoruðu tvö mörk á ellefu mínútna kafla og tryggðu sér 9. sætið. „Við tökum heilan helling með okkur úr þessu móti, fullt af jákvæðum hlutum og svo eru líka nokkur áhyggjuefni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn gegn Japan. Hann sagði japanska liðið hafa spilað frábæran fótbolta í seinni hálfleiknum.Það magnaðasta sem ég hef séð „Við spiluðum mjög góðan varnarleik í fyrri hálfleiknum þar sem þær fengu aðeins eitt færi. En í seinni hálfleik sýndu þær japönsku ótrúleg gæði og fannst mér vera þreyta í okkar liði. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik og það var í raun eini hálfleikurinn á mótinu þar sem við áttum ekki möguleika. Þetta var eiginlega það magnaðasta sem ég hef séð í kvennafótbolta, hvernig þær spila,“ sagði Freyr um heimsmeistarana. Ísland fékk því aðeins eitt stig úr fjórum leikjum á mótinu, skoraði ekki mark og fékk á sig fimm. Ísland tapaði 2-0 fyrir Sviss, 1-0 fyrir Noregi og gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í lokaleik riðilsins á mánudaginn. Fyrir mótið gaf Freyr það út að íslenska liðið ætlaði að nota aðrar áherslur í varnarleiknum til að eiga fleiri ása uppi í erminni. Hann sagði að varnarleikurinn hefði að mestu leyti gengið vel á mótinu. „Við ætluðum að fá svör við því hvort við gætum blandað varnarafbrigðum saman, spila bæði lág- og hápressu almennilega í sama leiknum,“ sagði Freyr og bætti við að leikmenn íslenska liðsins hefðu verið mjög móttækilegir fyrir þessum áheyrslubreytingum. „Lágpressan gekk frábærlega og ég er hrikalega ánægður með það. Þær náðu þessu mjög fljótt og það fengu allar að spreyta sig í henni. Lágpressan var einn af jákvæðustu punktunum í mótinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Föstu leikatriðin illa framkvæmd Sem áður sagði mistókst Íslandi að skora á mótinu og Freyr sagði markaleysið valda sér hugarangri: „Ég ekkert ánægður með að hafa ekki skorað og við sköpuðum okkur ekki nógu mörg opin færi. Við teljum okkur samt vita hvað það er sem þarf að laga. Og sem betur fer spilum við ekki á hverjum degi við liðin sem við spiluðum við á Algarve sem eru öll mjög sterk,“ sagði Freyr sem var ósáttur með slaka nýtingu Íslands á föstum leikatriðum á mótinu. „Ég var sérstaklega óánægður með föst leikatriði, en Ísland hefur í gegnum tíðina verið sterkt í þeim þætti leiksins. Við höfum alltaf verið ógnandi í föstum leikatriðum en við framkvæmdum þau mjög illa á mótinu.“ Freyr gaf mörgum leikmönnum tækifæri á Algarve en allir leikmenn liðsins fengu að minnsta kosti einn í byrjunarliði. Aðspurður hvort einhverjir leikmenn hafi heillað hann á mótinu nefndi Freyr Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur.Hólmfríður á allt öðrum stað „Við erum að fá Gunnhildi Yrsu inn í feiknalega góðu formi. Hún hefur ekki spilað mikið með landsliðinu en er komin í mjög háan gæðaflokk,“ sagði Freyr og vék talinu að Hólmfríði. „Hún er komin á allt annan stað en hún var á fyrir ári. Hún átti mjög dapurt ár með félags- og landsliði í fyrra en er í hörkustandi núna og það er allt annað að sjá hana. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ sagði Freyr en næsta verkefni landsliðsins er vináttulandsleikur gegn Hollandi í Kórnum, laugardaginn 4. apríl. Rúmri viku síðar verður dregið í riðla í undankeppni EM 2017 í Hollandi.Sæti Íslands í Algarve-bikarnum:2. sæti 20113. sæti 20146. sæti 1996, 2009, 20127. sæti 2007, 19979. sæti 2007, 2010, 201310. sæti 2015Fæst mörk í leikjum í Algarve-bikarnum: 0 mörk - 2015 1 mark - 1997 3 mörk - 2012 4 mörk - 1996, 2009 5 mörk - 2013, 2014 6 mörk - 2010 7 mörk - 2011 11 mörk - 2007 12 mörk - 2008
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira