Fjöldi fólks við útförina guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:00 Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira