Tölvumyrkur vofir yfir heiminum Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. febrúar 2015 13:00 Vint Cerf Varaforseti Google ráðleggur okkur að prenta allar ljósmyndir sem okkur þykir vænt um. fréttablaðið/EPA Almennt er talið að allt sem fer út á internetið, svo sem ljósmyndir, tölvupóstur og bloggfærslur, verði þar til eilífðarnóns. Aldeilis ekki, segir Vinton G. Cerf sem státar af því að vera meðal upphafsmanna internetsins. „Við hendum í kæruleysi öllum okkar gögnum inn í það sem gæti orðið upplýsingasvarthol án þess að gera okkur grein fyrir því,“ segir Cerf í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Þegar fram líða tímar verða nefnilega forritin sem þarf til þess að lesa þessar upplýsingar úrelt. Og búnaðurinn sem nú er notaður til að keyra þessi fornu forrit verður ekki lengur til. „Við viljum ekki sjá stafrænt líf okkar hverfa. Ef við viljum varðveita það, þá þurfum við að sjá til þess að í framtíðinni verði enn hægt að birta þessa tölvugerðu hluti sem við búum til í dag,“ segir Cerf. Hann ræddi þessi mál á ársfundi bandarísku vísindasamtakanna AAAS þar sem hann sagðist óttast að kynslóðir framtíðarinnar yrðu í vandræðum með að finna upplýsingar um þann tíma sem við lifum á. Hin mikla upplýsingaöld internetsins muni hverfa í myrkur upplýsingatóms, hina myrku tækniöld. Lausnin á þessum vanda segir hann, samkvæmt frásögn BBC, geta falist í því að taka eins konar „röntgen-skyndimyndir“ af gögnunum, þar sem sæist í smáatriðum hvers konar forrit og stýrikerfi hafi verið notuð ásamt lýsingum á þeim búnaði sem notaður var til að keyra þessi forrit. Enn sem komið er sé slík tækni þó ekki í sjónmáli, þannig að menn þurfi að varðveita persónuleg gögn og hvaðeina sem þeim finnst mikilvægt með öðrum hætti en að setja það á netið eða geyma það í tölvum okkar. „Ef þér þykir virkilega vænt um einhverjar ljósmyndir, þá skaltu prenta þær,“ hefur The Guardian eftir honum. Cerf er orðinn 71 árs og er nú varaforseti Google, en átti á áttunda áratug síðustu aldar, ásamt félaga sínum Bob Kahn, stærstan þátt í því að gera internetið að veruleika. Þeir störfuðu þá báðir við rannsóknir hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, þar sem þeir unnu að þróun samskiptanets sem síðar varð að internetinu. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Almennt er talið að allt sem fer út á internetið, svo sem ljósmyndir, tölvupóstur og bloggfærslur, verði þar til eilífðarnóns. Aldeilis ekki, segir Vinton G. Cerf sem státar af því að vera meðal upphafsmanna internetsins. „Við hendum í kæruleysi öllum okkar gögnum inn í það sem gæti orðið upplýsingasvarthol án þess að gera okkur grein fyrir því,“ segir Cerf í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Þegar fram líða tímar verða nefnilega forritin sem þarf til þess að lesa þessar upplýsingar úrelt. Og búnaðurinn sem nú er notaður til að keyra þessi fornu forrit verður ekki lengur til. „Við viljum ekki sjá stafrænt líf okkar hverfa. Ef við viljum varðveita það, þá þurfum við að sjá til þess að í framtíðinni verði enn hægt að birta þessa tölvugerðu hluti sem við búum til í dag,“ segir Cerf. Hann ræddi þessi mál á ársfundi bandarísku vísindasamtakanna AAAS þar sem hann sagðist óttast að kynslóðir framtíðarinnar yrðu í vandræðum með að finna upplýsingar um þann tíma sem við lifum á. Hin mikla upplýsingaöld internetsins muni hverfa í myrkur upplýsingatóms, hina myrku tækniöld. Lausnin á þessum vanda segir hann, samkvæmt frásögn BBC, geta falist í því að taka eins konar „röntgen-skyndimyndir“ af gögnunum, þar sem sæist í smáatriðum hvers konar forrit og stýrikerfi hafi verið notuð ásamt lýsingum á þeim búnaði sem notaður var til að keyra þessi forrit. Enn sem komið er sé slík tækni þó ekki í sjónmáli, þannig að menn þurfi að varðveita persónuleg gögn og hvaðeina sem þeim finnst mikilvægt með öðrum hætti en að setja það á netið eða geyma það í tölvum okkar. „Ef þér þykir virkilega vænt um einhverjar ljósmyndir, þá skaltu prenta þær,“ hefur The Guardian eftir honum. Cerf er orðinn 71 árs og er nú varaforseti Google, en átti á áttunda áratug síðustu aldar, ásamt félaga sínum Bob Kahn, stærstan þátt í því að gera internetið að veruleika. Þeir störfuðu þá báðir við rannsóknir hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, þar sem þeir unnu að þróun samskiptanets sem síðar varð að internetinu.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira