Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur kolbeinn óttarsson proppé skrifar 13. febrúar 2015 10:45 Innflutningur á nautakjöti fjórfaldaðist á milli árannna 2013 og 2014. Bændur hafa óskað eftir leyfi til að flytja inn sæði og fósturvísa til framræktunar og vonast til að lögum verði breytt í vor. fréttablaðið/stefán Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira