Prufukeyra kerfi rafrænna kosninga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. febrúar 2015 07:00 Rafrænar íbúakosningar verða í Ölfusi í mars. Reynslan af þeim, og öðrum eins sem haldnar verða, ráða því hvort kerfi spænska fyrirtækisins Scytl verður tekið upp. fréttablaðið/stefán Fyrsta prufa nýs kerfis fyrir rafrænar íbúakosningar fer fram í sveitarfélaginu Ölfusi 17. til 26. mars. Þar fá Ölfusingar færi á að segja hug sinn til þess hvort leita eigi eftir sameiningu við önnur sveitarfélög. Þjóðskrá samdi 2013 við spænska fyrirtækið Scytl um hönnun kerfis fyrir rafrænar íbúakosningar. Samkvæmt samningnum skyldu haldnar tvær prufukosningar á árinu 2014, en þær hafa ekki enn farið fram. Kosningin í Ölfusi verður því fyrsta prufukeyrslan á kerfinu, sem taka á upp fyrir allar rafrænar kosningar á landinu.Bragi L. HaukssonBragi L. Hauksson, verkefnastjóri hjá Ísland.is, segir að einungis verði um rafrænar kosningar að ræða og fólk geti kosið heima hjá sér. Þó verði líklega komið upp tölvu í almannarými, líklega á bókasafninu, sem kjósendur geta nýtt sér. Kosningarnar verði öruggar.„Eitt sem kemur alltaf upp í umræðunni þegar farið er að ræða um rafrænar kosningar er að þær séu ómögulegar af því að aðrir fjölskyldumeðlimir geti haft óeðlileg áhrif á hvað kosið sé. Við þessu hefur verið séð á þann hátt að menn geta kosið eins oft og þeir vilja, það er bara síðasta atkvæðið sem gildir, ekki ósvipað því sem verið hefur í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Ef einhver dómínerandi á heimilinu hefur staðið yfir viðkomandi á meðan kosið var er hægt að laumast til Siggu frænku og fá að kjósa aftur og ógilda þannig fyrra atkvæði.“Sveitarfélögum landsins stóð til boða að taka þátt í tilraunaverkefninu og varð Ölfus fyrir valinu. Óvíst er hvar seinni kosningarnar fara fram, en eftir þær verður tekin ákvörðun til framtíðar um hvort notast verður við þetta kerfi. Til þess að taka þátt þarf fólk að nota Íslykil eða rafræn skilríki.Fengu 56 milljónirÁ þriggja ára tímabili á árunum 2013-2015 hefur Þjóðskrá fengið 56 milljónir króna í fjárveitingu vegna verkefnisins.„Inni í þeirri tölu er meðal annars undirbúningur með aðstoð ráðgjafa, samskipti við sveitarfélög, aðkoma að reglugerðarsmíði, vinna við val á kerfi, innkaup á kerfinu frá Scytl (innan útboðsmarka), vinna vegna rafrænnar kjörskrár, skilgreiningar á ferlum, þróun innskráningarþjónustu Ísland.is og tenging hennar við kosningakerfi,“ segir í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Fréttblaðsins.Þá hafi fallið til talsverður kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á flóknu og öruggu tækniumhverfi vegna kosninganna. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Fyrsta prufa nýs kerfis fyrir rafrænar íbúakosningar fer fram í sveitarfélaginu Ölfusi 17. til 26. mars. Þar fá Ölfusingar færi á að segja hug sinn til þess hvort leita eigi eftir sameiningu við önnur sveitarfélög. Þjóðskrá samdi 2013 við spænska fyrirtækið Scytl um hönnun kerfis fyrir rafrænar íbúakosningar. Samkvæmt samningnum skyldu haldnar tvær prufukosningar á árinu 2014, en þær hafa ekki enn farið fram. Kosningin í Ölfusi verður því fyrsta prufukeyrslan á kerfinu, sem taka á upp fyrir allar rafrænar kosningar á landinu.Bragi L. HaukssonBragi L. Hauksson, verkefnastjóri hjá Ísland.is, segir að einungis verði um rafrænar kosningar að ræða og fólk geti kosið heima hjá sér. Þó verði líklega komið upp tölvu í almannarými, líklega á bókasafninu, sem kjósendur geta nýtt sér. Kosningarnar verði öruggar.„Eitt sem kemur alltaf upp í umræðunni þegar farið er að ræða um rafrænar kosningar er að þær séu ómögulegar af því að aðrir fjölskyldumeðlimir geti haft óeðlileg áhrif á hvað kosið sé. Við þessu hefur verið séð á þann hátt að menn geta kosið eins oft og þeir vilja, það er bara síðasta atkvæðið sem gildir, ekki ósvipað því sem verið hefur í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Ef einhver dómínerandi á heimilinu hefur staðið yfir viðkomandi á meðan kosið var er hægt að laumast til Siggu frænku og fá að kjósa aftur og ógilda þannig fyrra atkvæði.“Sveitarfélögum landsins stóð til boða að taka þátt í tilraunaverkefninu og varð Ölfus fyrir valinu. Óvíst er hvar seinni kosningarnar fara fram, en eftir þær verður tekin ákvörðun til framtíðar um hvort notast verður við þetta kerfi. Til þess að taka þátt þarf fólk að nota Íslykil eða rafræn skilríki.Fengu 56 milljónirÁ þriggja ára tímabili á árunum 2013-2015 hefur Þjóðskrá fengið 56 milljónir króna í fjárveitingu vegna verkefnisins.„Inni í þeirri tölu er meðal annars undirbúningur með aðstoð ráðgjafa, samskipti við sveitarfélög, aðkoma að reglugerðarsmíði, vinna við val á kerfi, innkaup á kerfinu frá Scytl (innan útboðsmarka), vinna vegna rafrænnar kjörskrár, skilgreiningar á ferlum, þróun innskráningarþjónustu Ísland.is og tenging hennar við kosningakerfi,“ segir í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Fréttblaðsins.Þá hafi fallið til talsverður kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á flóknu og öruggu tækniumhverfi vegna kosninganna.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira