Mótmæli gegn mótmælum Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. janúar 2015 07:00 „Frú Merkel, hér er þjóðin,“ stendur á skilti við mynd af Angelu Merkel kanslara, sveipaðri slæðu og dapurri á svip. fréttablaðið/AP „Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París. Charlie Hebdo Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Ekki hrópa slagorð,“ voru fyrirmælin frá René Jahn, einum af forsvarsmönnum PEGIDA-hreyfingarinnar í Þýskalandi, til væntanlegra þátttakenda í mánudagsmótmælum hreyfingarinnar í gær. Hann sagði fyrirfram gefið að fjölmiðlar myndu snúa út úr öllum slagorðum í neikvæðum fréttaflutningi. Þátttakendur urðu þó engan veginn við þessari bón, því þar mátti sjá ýmis slagorð á mótmælaskiltum. Þar á meðal skilti við mynd af Angelu Merkel Þýskalandskanslara með orðsendingu til hennar: „Frú Merkel, hér er þjóðin.“ Merkel hafði í hátíðarræðu sinni um jólin farið hörðum orðum um tilkall PEGIDA-hreyfingarinnar til þess að vera einhvers konar rödd þýsku þjóðarinnar. Ekki urðu heldur margir þátttakendur við þeirri ósk forsvarsmanna PEGIDA um að mæta til mótmælanna með sorgarborða vegna atburðanna í París í síðustu viku, sem kostuðu sautján manns lífið. Nokkrir mættu þó með svört skilti með áletruninni „Ég er Charlie“. Flestir lögðu þó áherslu á að voðaverkin í París sönnuðu að þörf væri á því að berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Mánudagsmótmæli PEGIDA-hreyfingarinnar hafa nú verið haldin tólf sinnum frá því í október. Í fyrstu voru þátttakendur í Dresden aðeins nokkur hundruð, en þeim hefur fjölgað hratt. Heiko Maas dómsmálaráðherra hafði hvatt fólk til þess að mæta ekki til mótmælafunda PEGIDA-hreyfingarinnar. Hann hefur einnig sagst helst vilja banna þessar samkomur. Tugir þúsunda mættu engu að síður til mótmælafundanna í Dresden og fleiri borgum Þýskalands í gær, en jafnframt mættu tugir þúsunda til þess að sýna andstöðu sína við PEGIDA-hreyfinguna í flestum sömu borgunum. Þar á meðal Dresden, Leipzig, Berlín og München. Í München komu að minnsta kosti 20 þúsund manns saman til þess að mótmæla PEGIDA undir slagorðinu „München er litrík“. „Ef við fyllumst ótta, þá hafa þeir sigrað,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri í München, og vísaði til ódæðismannanna frá París.
Charlie Hebdo Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira