Arsenal og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Fá færi litu dagsins ljós en Oscar komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar hann lyfti boltanum yfir David Ospina. Hector Bellerín var hins vegar snöggur til og bjargaði á línu.
Arsenal var meira með boltann í leiknum (57%-43%) en gekk illa að opna sterka vörn Chelsea sem hélt hreinu í 16. sinn í deildinni í vetur.
Chelsea-menn fögnuðu stiginu innilega en með því færðist liðið enn nær því takmarki sínu að verða Englandsmeistari.
Chelsea er með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar og á auk þess leik til góða á Manchester City sem er í 2. sæti.
