Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 27. mars 2015 07:30 Páll Halldórsson segir bréf fjármálaráðuneytisins ekki benda til þess að samningsvilji ríkisins sé mikill. fréttablaðið/stefán Fjármálaráðuneytið hefur sent fimm aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM) bréf þar sem segir að atkvæðagreiðsla og verkfallsboðun hafi verið ólögleg. Verkföllin eiga að hefjast í apríl. Ráðuneytið sendi BHM fyrr í vikunni beiðni um gögn um atkvæðagreiðsluna um verkfallsboðunina. BHM sendi ráðuneytinu umbeðin gögn í gær, en í millitíðinni hafði félögunum borist bréf frá ráðuneytinu þar sem verkföllin voru sögð ólögleg. Páll Halldórsson, formaður BHM, undrar sig á þessu. „Það komu engar ástæður fram í þessum bréfum, enda þyrftu þeir væntanlega að hafa eitthvað fyrir sér um það hvernig að þessum atkvæðagreiðslum var staðið til að geta komið með efnislegar athugasemdir.“ Páll segir BHM munu halda sínu striki, enda óljóst á hverju ríkið byggi sína afstöðu. Bréfin séu þó ekki gott innlegg í kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. „Mér finnst þetta í raun og veru voða skrítið að í staðinn fyrir að einhenda sér í það að leysa deiluna, að vera að elta uppi formsatriðin. Bendir ekki til að í augnablikinu sé samningsviljinn mikill, en við erum alltaf vongóð.“ Í bréfum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til félaganna er skorað á félögin „að afturkalla boðun verkfallsins, ella muni ráðuneytið grípa til þeirra lögmætu úrræða sem því eru tæk“, eins og segir í bréfunum. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hefur sent fimm aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM) bréf þar sem segir að atkvæðagreiðsla og verkfallsboðun hafi verið ólögleg. Verkföllin eiga að hefjast í apríl. Ráðuneytið sendi BHM fyrr í vikunni beiðni um gögn um atkvæðagreiðsluna um verkfallsboðunina. BHM sendi ráðuneytinu umbeðin gögn í gær, en í millitíðinni hafði félögunum borist bréf frá ráðuneytinu þar sem verkföllin voru sögð ólögleg. Páll Halldórsson, formaður BHM, undrar sig á þessu. „Það komu engar ástæður fram í þessum bréfum, enda þyrftu þeir væntanlega að hafa eitthvað fyrir sér um það hvernig að þessum atkvæðagreiðslum var staðið til að geta komið með efnislegar athugasemdir.“ Páll segir BHM munu halda sínu striki, enda óljóst á hverju ríkið byggi sína afstöðu. Bréfin séu þó ekki gott innlegg í kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. „Mér finnst þetta í raun og veru voða skrítið að í staðinn fyrir að einhenda sér í það að leysa deiluna, að vera að elta uppi formsatriðin. Bendir ekki til að í augnablikinu sé samningsviljinn mikill, en við erum alltaf vongóð.“ Í bréfum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til félaganna er skorað á félögin „að afturkalla boðun verkfallsins, ella muni ráðuneytið grípa til þeirra lögmætu úrræða sem því eru tæk“, eins og segir í bréfunum.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira