Erlent

Snapchat „selfie“ kom upp um morðingja

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Sextán ára drengur hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum eftir að hann sendi mynd af sér við hlið bekkjarfélaga hans sem hann var nýbúinn að myrða. Hann sendi myndina með smáforritinu Snapchat, sem eyðir því efni sem fer í gegnum forritið eftir ákveðinn tíma. Einn móttakandi myndarinnar tók skjáskot áður en hún eyddist og hafði samband við lögreglu.

Maxwell Marion Morton, hefur verið ákærður fyrir morð og vopnaeign eftir að hann skaut Ryan Managan til bana. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum einstaklingi.

Á myndinni sem Morton sendi sást andlit hans og  hvernig fórnarlamb hans sat í stól með skotsár á andlitinu.

Fjölmiðlar á svæðinu segja að hann hafi skrifað með myndinni að „Ryan væri ekki sá síðasti“. Á vefnum TribLive segir að bærinn sem drengirnir eru frá sé í áfalli vegna morðsins. Þá játaði Morton að hafa framið morðið eftir að lögregluþjónar fundu skammbyssu á heimili hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×