„Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast“ Hjörtur Hjartarson skrifar 10. maí 2015 13:58 Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann. Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann.
Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24
Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42