Enski boltinn

Varamennirnir tryggðu Newcastle sigur á White Hart Lane | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ayoze Perez tryggði Newcastle United sinn annan sigur í röð þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-2, Newcastle í vil.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Með sigrinum komst Newcastle upp úr fallsæti og í 15. sæti deildarinnar með 16 stig.

Tottenham er hins vegar enn í 5. sætinu en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni síðan það tapaði 1-0 fyrir Manchester United í 1. umferðinni.

Eric Dier kom Tottenham yfir á 39. mínútu með sínu þriðja deildarmarki í vetur. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 74. mínútu þegar varamaðurinn Aleksandar Mitrovic jafnaði metin.

Það var svo annar varamaður, Perez, sem tryggði Newcastle stigin þrjú sem hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×