Sigurður Einarsson kominn í Hegningarhúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2015 11:33 Sigurður Einarsson hefur nú hafið afplánun og situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira