Sigurður Einarsson kominn í Hegningarhúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2015 11:33 Sigurður Einarsson hefur nú hafið afplánun og situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur hafið afplánun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fangelsisyfirvöld halda sínu striki þrátt fyrir mikla umfjöllun um dæmda bankamenn. Sigurður Einarsson hóf afplánun sína í gær og situr nú í Hegningarhúsinu. Þetta þýðir að þrír af þeim fjórum sem dæmdir voru í Al Thani-málinu hafa hafið afplánun: Hreiðar Már Sigurðsson hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm og er hann nú á Kvíabryggju. Það gerir Ólafur Ólafsson einnig en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar en Sigurður hlaut fjögurra ára dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Magnús Guðmundsson, sem hlaut fjögur og hálft ár, ekki hafið afplánun enn.Menn hafa sterkar skoðanir á Al Thani-málinu Al Thani-málið hefur verið mjög til umfjöllunar og spurt er hvort sú umfjöllun hafi ekki óhjákvæmilega áhrif á hvernig fangelsismálayfirvöld halda á málum? „Nei, alls ekki. Við pössum bara að vinna eftir sömu reglum fyrir þessa dómþola sem og alla aðra. Við erum meðvituð um að það er fylgst með kerfinu en við þurfum ekki að gera neitt annað en vinna vinnuna okkar,“ segir Páll. En, nú hefur það sýnt sig í viðbrögðum við þessu máli að það menn hafa á því miklar skoðanir, nokkurrar refsigleði gætir og jafnvel gæti manni virst sem svo að það sé skotleyfi á þessa menn. Er það eitthvað sem fangelsisyfirvöld horfa til. „Nei, við gerum það nú ekki að öðru leyti en því að tryggja okkar eigið öryggi. Það er rétt, menn hafa á þessu sterkar skoðanir,“ segir Páll. En, ítrekar að reglurnar sem unnið er eftir eru býsna skýrar. „Vinna okkar er, eins og venjulega, markviss.“Fjórmenniningarnir í Al Thani-málinu sem allir hlutu fangelsisdóma.Gætt að öryggi bankamannanna En, í þessu ljósi, bæði hversu sterkar skoðanir menn hafa á þessu: Þarf að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir gagnvart þessum tilteknu föngum? Vitaskuld er það svo að þú átt erfitt með að tjá þig um einstaka skjólstæðinga fangelsismálastofnunar en óneitanlega hafa þessi mál verið mjög í deiglunni? „Nei, það sem við þurfum að tryggja er öryggi allra sem vistast á okkar vegum. Það á við um þessa menn sem og alla aðra og við erum meðvituð um það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fram hefur komið að Sigurður Einarsson er afar ósáttur við dóminn, hann telur hann engan veginn standast skoðun. Þetta kom meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Vísi, sem hann veitti daginn eftir að dómur í hæstarétti féll. Þá sagði hann, meðal annars, spurður um hvort hann merki Þórðargleði meðal landsmanna vegna dómsins? „Mér er sagt að þetta sé mikið á Facebook sem ég veit ekki hvað er. Ég er ekki aðili að því apparati. En ég les alla fjölmiðla á netinu. Það er einhver Þórðargleði sem er þar og það er dapurt í mínum huga. En, við hverju er að búast? Undanfarin sex ár er búið að æsa upp einhverja stemmningu, fyrst náttúrlega af fyrrverandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra og þessari ógæfukonu frönsku sem sótt var til landsins.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira