Eyðimerkurgöngu ásatrúarmanna að ljúka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:15 "Margir sáu sjálfsagt fyrir sér að farið yrði í einhverja víkingaleikmynd. Ég er mjög ánægður með að það var meiri áhugi á að fara í áttina að tímaleysi náttúrunnar,“ segir arkitektinn Magnús Jensson um hugmyndafræðina að baki hofinu. Myndir/Magnús Jensson „Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
„Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira