Eyðimerkurgöngu ásatrúarmanna að ljúka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:15 "Margir sáu sjálfsagt fyrir sér að farið yrði í einhverja víkingaleikmynd. Ég er mjög ánægður með að það var meiri áhugi á að fara í áttina að tímaleysi náttúrunnar,“ segir arkitektinn Magnús Jensson um hugmyndafræðina að baki hofinu. Myndir/Magnús Jensson „Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
„Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent