Bubbalög komin á bannlista sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2015 19:56 Bubbi Morthens stóð við stóru orðin og leitaði aðstoðar STEFs, sem farið hefur fram á að lög hans verði ekki spiluð á Útvarpi Sögu. vísir/gva Einn tónlistarmaður hefur leitað til STEFs og farið fram á að tónlist hans verði ekki framar spiluð á Útvarpi Sögu. Um er að ræða Bubba Morthens, en hann segir stöðina ala á fordómum og mannhatri. Bubbi setti inn færslu á Facebook á dögunum þess efnis að Útvarp Saga mætti ekki lengur spila eftir hann tónlist. Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir gerði það einnig, en Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri sagði í samtali við Vísi að engin formleg beiðni hefði borist og því væru lögin enn í spilun. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, staðfesti í samtali við Reykjavík síðdegis að slík beiðni hefði borist frá Bubba. „STEF gerir almennt samninga við útvarpsstöðvar, þá sem flytja tónlistina opinberlega og í þeim samningum fær viðkomandi útvarpsstöð heimild til að spila hvaða tónlist sem er, og þá höfum við í raun ekkert um það að segja hvaða tónlist það er. Því ráða þeir alveg sjálfir og þess vegna spilað sama lagið í 24 tíma á sólarhring,“ segir hún. Hún segir þó að í samningunum sé ákvæði um að einstakir höfundar geti lagt bann við því að verk þeirra sé flutt hjá viðkomandi fyrirtæki. „En þá þarf stef að tilkynna viðkomandi samningshafa, viðkomandi útvarpsstöð, um slíkt bann með mánaðarfyrirvara,“ segir Guðrún Lög Bubba munu því heyra sögunni til á Útvarpi Sögu frá og með októberlokum. Hlýða má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Einn tónlistarmaður hefur leitað til STEFs og farið fram á að tónlist hans verði ekki framar spiluð á Útvarpi Sögu. Um er að ræða Bubba Morthens, en hann segir stöðina ala á fordómum og mannhatri. Bubbi setti inn færslu á Facebook á dögunum þess efnis að Útvarp Saga mætti ekki lengur spila eftir hann tónlist. Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir gerði það einnig, en Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri sagði í samtali við Vísi að engin formleg beiðni hefði borist og því væru lögin enn í spilun. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, staðfesti í samtali við Reykjavík síðdegis að slík beiðni hefði borist frá Bubba. „STEF gerir almennt samninga við útvarpsstöðvar, þá sem flytja tónlistina opinberlega og í þeim samningum fær viðkomandi útvarpsstöð heimild til að spila hvaða tónlist sem er, og þá höfum við í raun ekkert um það að segja hvaða tónlist það er. Því ráða þeir alveg sjálfir og þess vegna spilað sama lagið í 24 tíma á sólarhring,“ segir hún. Hún segir þó að í samningunum sé ákvæði um að einstakir höfundar geti lagt bann við því að verk þeirra sé flutt hjá viðkomandi fyrirtæki. „En þá þarf stef að tilkynna viðkomandi samningshafa, viðkomandi útvarpsstöð, um slíkt bann með mánaðarfyrirvara,“ segir Guðrún Lög Bubba munu því heyra sögunni til á Útvarpi Sögu frá og með októberlokum. Hlýða má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30
Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir að stöðin hafi enga beiðni fengið, hvorki frá Ljótu hálfvitunum né Bubba, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. 23. september 2015 13:21