Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2015 13:21 Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. Vísir/Valli/Útvarp Saga Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“ Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“
Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30