Engin eftirsjá útvarpsstjóra: „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur?“ Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2015 13:21 Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. Vísir/Valli/Útvarp Saga Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“ Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að stöðin hafi enga formlega beiðni fengið, hvorki frá hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum né Bubba Morthens, um að tónlist þeirra verði ekki spiluð á stöðinni. „Þetta er eitthvað sem gerist í netheimum, en við erum í raunheimum hér. Við kaupum tónlist eftir löglegum leiðum. Ef þeir óska eftir einhverju slíku þá verða þeir að snúa sér til STEF. Þá mun STEF tilkynna okkur að þeir séu á bannlista,“ segir Arnþrúður. Ljótu hálfvitarnir greindu frá því í tilkynningu á Facebook að Útvarpi Sögu væri hér með bannað spila lög sveitarinnar sína „svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri“. Vísaði sveitin þar til skoðanakönnunar á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar þar sem spurt var hvort lesendur treystu múslímum. Bubbi Mortens fylgdi svo í kjölfarið og sagðist heldur ekki vilja að tónlist hans væri spiluð á stöðinni.Bubbi er ósáttur við Útvarp Sögu.Vísir/GVAEkkert spilaðir á stöðinni Útvarpsstjórinn segir að það hitti hins vegar þannig á í þessu tilfelli að Ljótu hálfvitarnir og Bubbi séu ekkert inni á spilunarlista stöðvarinnar. „Þeir þurfa því engar áhyggjur að hafa.“ Hún segir að stöðin hafi orðið við óskum Ljótu hálfvitanna á sínum tíma þegar þeir gáfu út fyrri diskinn sinn um að spila tónlist þeirra. „Þá óskuðu þeir eftir því að við bæði spiluðum þá og kynntum þá sérstaklega. Við tókum viðtal til að hjálpa þeim við að kynna sig. Að öðru leyti hafa þeir ekki verið spilaðir hér.“Niðurstöðurnar í skoðanakönnuninni umdeildu. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Ekki beiðir frá fleiri tónlistarmönnum Arnþrúður segist alls ekki hafa fengið beiðnir eða vita um fleiri tónlistarmenn sem vilji ekki að tónlist þeirra sé spiluð á Útvarpi Sögu. „Nei, alls ekki. Við erum talmálsstöð og spilum minni tónlist en tónlistarstöðvarnar.“ Hún segir að henni þyki öll umræðan í tengslum við málið vera vitlaus. „Hvað eru þeir að reyna að skoðanakúga okkur? Þeir verða að fara út úr boxinu. Alvöru umræða grundvallast á því að það eru margvísleg sjónarmið sem koma fram og þau eru ekki öllum að skapi.“Trúarbrögð ekki heilög Arnþrúður segist ekki sjá eftir orðalagi könnunarinnar á heimasíðu stöðvarinnar þar sem lesendur voru spurðir hvort þeir treystu múslímum. „Langt í frá. Sá sem les könnunina og tekur þátt í henni á það bara við sjálfan sig. Hún er ekkert skoðanamyndandi á nokkurn hátt. Við spyrjum reglulega um traust og trúverðugleika og annað. Trúarbrögð eru ekki það heilög að ekki megi fjalla um þau eða spyrja um þau. Svo mikið er víst. Tjáningarfrelsið er sterkara.“
Tengdar fréttir Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44 Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Bubbalög á Útvarpi Sögu heyra sögunni til „Skömm þeirra og heimska er algör,“ segir Bubbi Morthens. 22. september 2015 17:44
Banna Útvarpi Sögu að spila tónlist þeirra: Verða segja sorrý og baka köku handa okkur „Hér með kunngjörist að ljósvakamiðlinum Útvarpi Sögu er með öllu meinað að spila nýja lagið okkar, Hosliló, eða nokkuð annað sem sem Ljótu hálfvitarnir hafa hljóðritað eða munu hljóðrita í framtíðinni.“ 22. september 2015 13:30