Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2015 10:57 Putin segir að báðir flugmennirnir og þeir sem komu að björgunaraðgerðum verði heiðraðir. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira