Hetjuleg barátta 1. deildar liðs KA kom liðinu alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Pepsi-deildar liði Vals þegar liðin mættust í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Akureyrarvelli í gærkvöldi.
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur.
Valur skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Ingvar Þór Kale varði þriðju spyrnu KA frá króatíska miðjumanninum Josip Serdarusic.
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, er stútfullur af sjálfstrausti enda búinn að vera besti leikmaður Íslandsmótsins.
Hann sýndi hversu miklu sjálfstrausti hann býr yfir þessa dagana með því að vippa boltanum í mitt markið í fyrstu spyrnu Valsmanna.
Guðjón Guðmundsson og Logi Ólafsson lýstu leiknum í gær og má sjá vítaspyrnukeppnina í spilaranum hér að ofan í þeirra lýsingu.
Ískaldur Kristinn vippar í mitt markið | Sjáðu vítaspyrnukeppnina sem kom Val áfram
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið


Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn


„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“
Íslenski boltinn

„Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“
Körfubolti

Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak
Enski boltinn



