Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Deilur um lóðaúthlutanir fyrirhugaðrar uppbyggingar í Helguvík verða leiddar til lykta í dómssal. Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Atlantic Green Chemicals (AGC) hafa stefnt Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðar í Helguvík. Vilja forsvarsmenn Atlantic Green að viðurkennd verði með dómi skylda Reykjanesbæjar til að staðfesta úthlutun á lóðinni Berghólabraut 4 í Helguvík til fyrirtækisins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Upphaf málsins má rekja til ágústmánaðar árið 2011 þegar AGC sótti um, og fékk vilyrði, fyrir lóð í Helguvík og hóf vinnu við umhverfismat. Í frummatsskýrslu kísilvers Thorsil ehf. frá því í fyrrahaust kemur í ljós að kísilverið væri staðsett á umræddri lóð sem Atlantic Green Chemicals hafði fengið vilyrði fyrir. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil ehf., segir fyrirtækið vera með undirritaðan lóðasamning við Reykjanesbæ á umræddri lóð og ekki vera beinn aðili að þessu máli. „AGC telja sig svikna af bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þá beinist stefnan að bænum en ekki okkur. Við vitum hins vegar ekki til að neinn annar lóðasamningur hafi verið gerður. Við teljum að okkar samningur haldi og höfum þannig litlar áhyggjur af málinu,“ sagði Hákon.Sjá einnig: Fengu lóð sem öðrum var útdeilt og heimta skýringu Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar, tekur í sama streng og hafnar málatilbúnaði AGC. „Fyrirtækið gerði aldrei formlegan samning við bæinn. Það þarf formlega lóðaumsókn til að það sé bindandi,“ segir Pétur. „Það er þannig að menn sækja um lóð og eftir samþykkt hafa menn sex mánaða frest til greiðslu. Í þessu tilviki var vilyrði veitt fyrir lóðinni þegar umhverfismat lægi fyrir. Þegar úrskurður lá fyrir var síðan aldrei bundinn neinn endahnútur á lóðaumsókn til að ljúka málinu.“ Í stefnunni er greint frá því að fyrirtækið hafi frestað uppbyggingunni vegna óvissu um aðgengi að varmaorku þegar uppbygging kísilvera í Helguvík tafðist. AGC áformar að reisa lífalkóhól- og glýkósaverksmiðju í Reykjanesbæ og hófst undirbúningsvinna árið 2010. Í starfsemina þarf gufu frá kísilverum en hugmyndir eru uppi um byggingu tveggja kísilvera í Helguvík auk álvers á svæðinu.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira